Fjölbreytt dagskrá í fjóra daga
2.Júlí'19 | 06:54Nú er komin út formleg og fjölbreytt dagskrá Goslokahátíðar sem hefst með sýningum og tónleikum á fimmtudaginn kemur. Á föstudaginn fer svo m.a. fram 100 ára kaupstaðarafmælishátíð Vestmannaeyja og setning Goslokahátíðar á Skansvæðinu.
Klukkustund áður en afmælishátíðin fer fram mun Leikhópurinn Lotta sýna Litlu hafmeyjuna á Skanssvæðinu og Cirkus Flik Flak verður á svæðinu þannig að ungir sem aldnir fá eitthvað við sitt hæfi. Um kvöldið býður Vestmannaeyjabær til stórtónleika í Íþróttamiðstöðinni og síðar um kvöldið verður Pop Quiz fyrir 13-17 ára í Tónlistarskólanum.
Á laugardaginn verður m.a. dorgveiðikeppni á Nausthamarsbryggju, sundlaugadiskó, grill- og götustemning við Bárugötu í boði Landsbankans og brekkusöngur með Ingó Veðurguði. Um kvöldið verður gamla Goslokastemningin í Skvísusundi endurvakin í krónum með hljómsveitum og trúbador milli kl. 23 og 01:00. Síðar heldur fjörið áfram á Skipasandi fram til 03:30. Á sunnudaginn verður m.a. göngumessa og sýning Cirkus Flik Flak í Íþróttamiðstöðinni og Mugison tónleikar um kvöldið. Auk þess verður í boði fjöldi listasýninga og tónleika yfir helgina.
Dagskránni verður dreift á öll heimili í dag og á morgun, miðvikudag. Eyjamenn og aðrir gestir eru hvattir til að mæta á sem flesta viðburði.
Góða skemmtun.
Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919.
Hér munu birtast greinar og umfjallanir allt afmælisárið um Vestmannaeyjabæ, afmælið og viðburði í tengslum við afmælið.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).