Vestmannaeyjabær:

Mannabreytingar í ráðum, nefndum og stjórnum

1.Júlí'19 | 08:17
baejarstjorn_0619

Frá fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn var, var kosið í ráð, nefndir og stjórnir Vestmannaeyjabæjar. Talsverðar breytingar voru gerðar í fastanefndum bæjarins.

Sjálfstæðisflokkurinn skipti út Trausta Hjaltasyni úr bæjarráði og í hans stað kemur Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Aðalmenn í bæjarráði: 
Njáll Ragnarsson 
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir 
Hildur Sólveig Sigurðardóttir 

Varamenn í bæjarráði: 
Elís Jónsson 
Íris Róbertsdóttir 
Helga Kristín Kolbeins 

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. 

Breytingar á öðrum ráðum, nefndum og stjórnum skv. 44. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar. 

Fjölskyldu- og tómstundaráð: 
Hafdís Ástþórsdóttir kemur inn sem aðalmaður í stað Haralds Bergvinssonar. 
Daníel Geir Moritz Hjörvarsson kemur inn sem varamaður í stað Hafdísar Ástþórsdóttur. 

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. 

Fræðsluráð: 
Njáll Ragnarsson kemur inn sem varamaður í stað Natliya Ginzhul. 
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. 

Umhverfis- og skipulagsráð: 
Drífa Þöll Arnardóttir kemur inn sem aðalmaður í stað Stefán Jónassonar. 
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. 

Framkvæmda- og hafnarráð: 
Stefán Jónasson kemur inn sem aðalmaður í stað Guðlaugs Friðþórssonar. 
Lára Skæringsdóttir kemur inn sem varamaður í stað Drífu Þallar Arnardóttur. 
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæöum. 

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands: 
Ólafur Einar Lárusson kemur inn sem aðalmaður í stað Leós Snæs Sveinssonar. 
Viktor Ragnarsson kemur inn sem varamaður í stað Drífu Þallar Arnardóttur. 
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%