Samstarfssamningur undirritaður um heilsueflingar-og rannsóknarverkefni

29.Júní'19 | 06:02
IMG_2370

Frá undirskriftinni í gær. Ljósmynd/TMS

Í gær undirrituðu Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja og dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta-og heilsufræðingur samstarfssamning um heilsueflingar-og rannsóknarverkefnið „Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum – Heilsuefling eldri aldurshópa“.

Fyrirmynd af verkefninu er doktorsverkefni dr. Janusar Guðlaugssonar íþrótta-og heilsufræðings.  Í verkefninu var sýnt fram á að með markvissri þátttöku í fyrirbyggjandi heilsueflingu eldri aldurshópa má bæta hreyfigetu 70-90 ára einstaklinga, auka afkastagetu þeirra, sér í lagi þol, styrk og hreyfigetu, bæta lífsgæði hinna eldri og koma í veg fyrir hreyfiskerðingu.  

Fer af stað af fullum krafti í lok sumars

Einnig var sýnt fram á mjög jákvæð áhrif við að draga úr áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Erlend rannsóknarverkefni leiða einnig líkum að því að með aukinni og markvissri hreyfingu megi draga úr sjúkdómum sem hafa áhrif á heilastarfsemi eins og heilabilun og Alzheimer. Þessir sjúkdómar eru vaxandi áhyggjuefni samfélaga á næstu árum þegar kemur að heilbrigði og heilbrigðisvanda næstu ára og áratuga. 

Verkefnið fer af stað af fullum krafti í Vestmannaeyjum í lok sumars og eru tengiliðir við verkefnið í Vestmannaeyjum þau Óla Heiða Elíasdóttir og Erlingur Richardsson.  Að verkefninu koma auk Vestmannaeyjabæjar, Janusar og tengiliðanna, félag eldri borgara, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Líkamsræktarstöðin Hressó.

 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.