Áfram tekist á um skipun stjórnar Herjólfs ohf.

28.Júní'19 | 08:10
baejarstj_2019

Frá fundi bæjarstjórnar í gær. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær var áfram tekist á um skipun nýrrar stjórnar Herjólfs ohf, sem skipuð var á aðalfundi félagsins á síðasta degi maí mánaðar.

Halda bæjarráði og bæjarstjórn utan við umræðu og ákvörðunartöku

Á fundinum lagði minnihluti bæjarstjórnar fram tvær bókanir. Í þeirri fyrri segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsi yfir miklum vonbrigðum með að fyrst nú sé verið að ræða málefni aðalfundar bæjarstjórnar Herjólfs ohf. hátt í mánuði eftir að hann fór fram. Það er fullkomlega óeðlilegt að málefni félagsins sem er í fullri eigu Vestmannaeyjabæjar og snýr að okkar stærsta hagsmunamáli hafi aldrei verið rædd formlega í aðdraganda hluthafafundar nema við stofnun þess.

Bæjarfulltrúar harma að báðar tillögur bæjarráðsmanns Sjálfstæðisflokksins hafi verið felldar og telja óskiljanlegt að meirihluti bæjarstjórnar vilji ekki fá álit fyrirtækjaskrá RSK til að meta lögmæti aðalfundar og skipan stjórnar ef lögmætið er svo óvéfengjanlegt og meirihluti bæjarstjórnar heldur fram, sami meirihluti og hélt því fram við kostnaðarsama úttekt á Fiskiðjunni að hafi allt verið með felldu hlyti að vera í lagi að ráðast í slíka úttekt. Óverulegur kostnaður ætti að hljótast af því að skera úr með hlutlausum hætti um lögmæti aðalfundar Herjólfs ohf. 31. maí sl. 

Það að meirihlutinn hafi kosið að snúa út úr og túlka samþykktir Herjólfs ohf. á þann veg sem hér hefur verið gert með þeim eina tilgangi að halda bæjarráði og bæjarstjórn og þar af leiðandi lýðræðislega kjörnum fulltrúum algjörlega utan við umræðu og ákvörðunartöku um málefni Herjólfs ohf. er óafsakanlegt og fullkomin aðför að lýðræðinu. Slíkt munu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins aldrei samþykkja enda eru kjörorð flokksins, ,,gjör rétt, þol ei órétt?. segir í fyrri bókun minnihlutans.

Eðlilega staðið að aðalfundi félagsins

Í bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista segir að í áliti lögmanns Vestmannaeyjabæjar komi fram að eðlilega hafi verið staðið að aðalfundi félagsins þann 31. maí sl., bæði hvað varðar umboð bæjarstjóra til að fara með umboð bæjarstjórnar á fundinum sem og tillögur sem bornar voru upp á fundinum, m.a. um skipan nýrrar stjórnar félagsins.

Nú þegar ný ferja og rekstur hennar er komin heim til Eyja hefur stjórn félagsins sömuleiðis verið skipuð heimafólki. Það er því ástæða til að fagna þeim mikilvægu skrefum sem stigin hafa verið í átt til bættari samgangna við Vestmannaeyjar á undanförnum misserum.

Meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja óskar nýrri stjórn Herjólfs ohf. velfarnarðar í störfum sínum, og hvetur sömuleiðis alla stjórnarmenn til þess að starfa af heilindum í stjórn félagsins.

Telja að brotið hafi verið gegn samþykktum og lögum

Í síðari bókun frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins segir að við álit bæjarlögmanns í bæjarráði hafi ekki legið fyrir aðalfundargerð aðalfundar stjórnar Herjólfs ohf. og því ljóst að ekki lágu allar forsendur fyrir þegar bæjarlögmanni var uppálagt að gefa álit sitt. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að brotið hafi verið m.a gegn 14., 15. og 20. grein samþykkta Herjólfs ohf.,  63a gr. íslenskra hlutafélagalaga, 53. grein íslenskra sveitarstjórnarlaga og 43. grein bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarfulltrúar munu fara þess á leit við fulltrúa sína í stjórn að þeir sinni sínum vönduðu störfum áfram innan stjórnar Herjólfs ohf. með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi þar til að öllum vafa um lögmæti hefur verið eytt. 

 

Liður 1, skipan stjórnar Herjólfs var samþykktur með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).