Lundinn að rétta úr kútnum

- varpið óvenju snemma á ferðinni í ár

27.Júní'19 | 06:42
IMG_7484

Bjartara útlit er yfir lundastofninum í ár, eftir þó nokkur ár í lægð. Ljósmynd/TMS

Lundinn virðist vera að rétta úr kútnum eftir þó nokkur ár í lægð. Undanfarin ár hefur pysjunum verið að fjölga, en þær hafa engu að síður verið mun seinna á ferð en þær voru til að mynda á síðustu öld hér í Eyjum, þegar að þær fóru að fljúga í bæinn í lok ágúst. Á því gæti orðið breyting í ár.

Á facebook-síðu Náttúrustofu Suðurlands segir að þriðjungur eggja hafi verið að klekjast í Elliðaey 23-24. júní sem er þá orpið 10. maí sem er þrem vikum fyrr en undanfarinn rúman áratug. Varpið er því óvenju snemma á ferðinni í ár.

Um helgina var greint frá því að ábúð í Eyjum sé 78,3% sem er hæsta mæling frá upphafi mælinga, en þær hófust árið 2007.

Reikna ekki með mikilli veiði í ár

Fyrr í vikunni var greint frá að umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja leggi til að heimila skuli lundaveiði í Vestmannaeyjum dagana 8. - 15. ágúst 2019. Ráðið telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið af viðkomu stofnsins, segir m.a í bókun ráðsins. Undanfarin ár hafa einungis verið gefnir út 3-5 veiðidagar, en í fyrra var gefin heimild á 6 daga veiði og í ár verða dagarnir 8, verði tillaga umhverfis- og skipulagsráðs samþykkt af bæjarstórn.

Starfsmenn Náttúrustofu Suðurlands segjast á facebook-síðu sinni ekki reikna með mikilli veiði í ár, en minna veiðimenn á að senda stofunni myndir af goggum veiðifugla til aldursgreininga.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.