Stærsta Orkumótið frá upphafi að hefjast

26.Júní'19 | 07:35
Orkumót_sgg

Frá Orkumótinu. Ljósmynd/SGG

Í dag byrja ungir knattspyrnumenn að streyma til Eyja til að taka þátt í 36. Orkumótinu. Mótið í ár er það stærsta frá upphafi með 112 liðum frá 39 félögum. 

Von er á 1150 keppendum, tæplega 300 þjálfurum/fararstjórum ásamt foreldrum og er því hægt að gera ráð fyrir því að hátt í 2500 manns heimsæki eyjuna í vikunni, segir í frétt á heimasíðu ÍBV íþróttafélags.

Mótið hefst á fimmtudagsmorgun kl. 8:20, en setningin verður að loknum fyrsta keppnisdegi og hefst hún með skrúðgöngu frá Barnaskólanum kl. 18:30, þar sem haldið verður á Týsvöll með Lúðrasveit Vestmannaeyja í fararbroddi.

Minnt er á að sýningin um sögu fótboltamótanna lýkur í Einarsstofu á sunnudag og á morgun fer í loftið þáttur hjá ÍBV hlaðvarpinu sem verður tileinkaður Orkumótinu.

Eyjamenn eru hvattir til að mæta á völlinn og fylgjast með ungum knattspyrnumönnum. Munið að keyra varlega þessa daga. Allar nánari upplýsingar um mótið er hægt að nálgast á heimasíðu þess orkumotid.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%