Bjóða á tónleika og myndlistarsýningu í tilefni af 5 ára afmæli Cracious króarinnar

- allir velkomnir á þessa viðburði og enginn aðgangseyrir

25.Júní'19 | 11:42
IMG_2181

Sigurjón og Karl Haraldsson ræða veisluna fyrir framan krónna. Mynd/TMS

Það er margt á döfunni á næstu dögum í Eyjum. Niðri á Skipasandi er glæsileg kró sem Sigurjón Ingvarsson er í forsvari fyrir. Framundan er  afmælisdagskrá í krónni. Eyjar.net ræddi við Sigurjón um fyrirhugaða dagskrá.

„Það verða glæsilegir tónleikar nk. föstudagskvöld, 28. júní. Þá mun bandið Huldumenn (gamla Gildran og CCR bandið) halda tónleika. Biggarnir tveir og félagar verða í þrumustuði. Þessir tónleikar eru í tilefni af 5 ára afmæli Cracious króarinnar. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21 um kvöldið og lýkur kl. 23.” segir Sigurjón.

Myndlistarsýning á Goslokahátíð

Þá mun bæjarlistamaður Vestmannaeyja, Viðar Breiðfjörð, vera með myndlistarsýningu um Goslokahelgina. Sýningin verður opnuð með viðhöfn á fimmtudagskvöldinu fyrir Goslokahelgina kl. 20 og verður boðið upp á léttar veitingar. 

„Það eru allir velkomnir á þessa viðburði og enginn aðgangseyrir enda er þetta í tilefni af 5 ára afmæli króarinnar. Vonumst til að sjá sem flesta” sagði Sigurjón Ingvarsson að lokum.​ 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%