Stefnan er að bærinn innheimti hóflega skatta

en veiti á sama tíma framúrskarandi þjónustu

24.Júní'19 | 06:59
kirkjuveg

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Fasteignamat fyrir árið 2020 var til umfjöllunar hjá bæjarráði Vestmannaeyja á fundi ráðsins í síðustu viku. 

Í fréttatilkynningu frá Þjóðskrá Íslands kemur fram að fasteignamat árið 2020 hækkar að meðaltali um 6% á landinu öllu og hækkar einna mest í Vestmannaeyjum. 

Í Eyjum er hækkunin um 16,6% af íbúðarhúsnæði og 14,7% í heildina. Fasteignamat er lagt til grundvallar fasteignaskatti sem er einn helsti tekjustofn sveitarfélaga.

Reikni út mismunandi sviðsmyndir til lækkunar á fasteignaskatti

Í bókun ráðsins segir að stefna bæjarráðs sé að bærinn innheimti hóflega skatta en veiti á sama tíma framúrskarandi þjónustu. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 þarf að taka mið af nýgerðu fasteignamati Þjóðskrár Íslands og gæta þess að hækkun þess verði ekki um of íþyngjandi fyrir íbúa og fyrirtæki bæjarins.

Í haust verður framkvæmd prufukeyrsla á álagningu fasteignagjalda. Á þeim grundvelli verður hægt að ákveða hver endanleg álagning fasteignagjalda verður á næsta ári. Bæjarráð óskar eftir að fjármálastjóri sveitarfélagsins reikni út mismunandi sviðsmyndir til lækkunar á fasteignaskatti vegna hækkunar á fasteignamati og leggi fyrir bæjarráð eins fljótt og unnt er.

     

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.