Báðar ferjur eiga að geta siglt á hafnirnar eftir lagfæringu

24.Júní'19 | 14:04
IMG_1792

Gert er ráð fyrir að koma nýju ferjunni í rekstur fyrir mánaðarmót. Ljósmyndir/TMS

Að ýmsu þarf að huga áður en ný ferja kemst í áætlun á milli lands og Eyja. Eyjar.net ræddi við Guðbjart Ellert Jónsson, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. um hvað þurfi til og eins hvenær megi búast við að fá ferjuna í áætlun.

„Áður en Herjólfur sigldi frá Póllandi var búið að undirbúa leyfismálin og hafa þau verið í vinnslu síðan. Mikið af þessu er komið í hús en þó vantar að klára eitthvað. Þessar umsóknir hafa legið inni og eru unnar í mikilli og góðri samvinnu hlutaðeigandi aðila. Gert er ráð fyrir að öll leyfi liggi fyrir undir og fyrir lok mánaðarins.” segir Guðbjartur Ellert.

Fyrir liggur hvað þarf að gera

Hann segir að prófanir hafi verið framkvæmdar þ.e. siglt hefur verið á ekjubrýr í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn. „Það var mikilvægt að fá nákvæmar upplýsingar um afstöðu ferjunnar á ekjubrúnum þannig að hægt sé að aðlaga þær að nýju ferjunni en að sama skapi að tryggja að eldri ferja gæti nýtt þær líka.  

Fyrir liggur að gera þarf breytingar á báðum stöðum. Það þarf að gera aðeins meiri breytingu í Vestmannaeyjum sem mun taka um viku tíma en lagfæring í Landeyjahöfn er minni háttar. Báðar ferjur eiga að geta siglt á hafnirnar eftir lagfæringu. Mælingarnar ganga annars vegar út á að mæla og tryggja afstöðu ekjubrúa og hins vegar að mæla og tryggja afstöðu landgöngubrúa. Nú er búið að taka afstöðu og mælingar á þessu og fyrir liggur hvað þarf að gera.”

Er Guðbjartur er spurður útí framkvæmdir í Þorlákshöfn segir hann að eftir eigi að skoða ekjubrúnna þar. „Hún er eins og brúin í Landeyjum – gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á henni. Það þarf að taka rekkverk af henni og laga aðeins jaðrana – eins og gert verður í Landeyjum. Frekar lítil aðgerð og þægileg. Annað breytist ekki þ.e. landgöngubrúin.”

Prófanir hafa gengið vel

Þá segir Guðbjartur Ellert að jafnframt sé unnið að prófunum í sjálfri ferjunni þ.e. á búnaði, tækjum og öllum kerfum. „Í þessari viku verður svo farið í frekari siglingar þar sem reynt verður á alla innviði. Prófanir hafa gengið vel.

Það var draumur að reyna að ná nýju ferjunni í rekstur fyrir Orkumót en nú er fyrirséð að það tekst ekki.  Gert er ráð fyrir að koma nýju ferjunni í rekstur fyrir mánaðarmót ef allt gengur eftir sem liggur fyrir.” segir framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.

bilabru_herjolf

Ekjubrúin í Eyjum

landgangur_eyjar

Landgöngubrúin í Eyjum

herj_landey

Gamli Herjólfur í Landeyjahöfn

Tags

Herjólfur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).