Rekstur Vestmannaeyjahafnar í góðu jafnvægi þrátt fyrir loðnubrest

23.Júní'19 | 06:32
fridarhofn

Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

4 mánaða rekstraryfirlit Vestmannaeyjahafnar var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðustu viku. Fram kom að rekstrartekjur fyrstu 4 mánuði ársins voru tæpar 148 milljónir og gjöld um 112 milljónir. 

Rekstrarafkoma tímabilsins nemur 36 milljónum króna samanborið við 26 milljónir króna fyrir sama tímabil árið 2018. Ráðið samþykkti fyrirliggjandi yfirlit og segir í sinni bókun að ljóst sé að rekstur Vestmannaeyjahafnar sé í góðu jafnvægi þrátt fyrir loðnubrest.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.