Nýr Herjólfur í áætlun um mánaðarmótin

23.Júní'19 | 13:36
IMG_1727

Nýr Herjólfur með Vestmannaeyjar í bakgrunn. Ljósmynd/TMS

Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að reglubundnar siglingar nýju ferjunnar hefjist um mánaðarmótin. Upphaflega átti að byrja að sigla fyrir Orkumótið í næstu viku, en það næst ekki.

Þrjár áhafnir verða í skipinu og stendur þjálfun þeirra enn yfir, en Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir stefnt að því að reglubundnar siglingar hefjist um mánaðarmótin. Frá þessu er greint á fréttavef RÚV.

„Nú er verið að fara yfir allan búnaðinn í skipinu og þjálfa mannskapinn í öll þau verkefni sem fylgja honum. En aðallega er verið að laga ekjubrýrnar í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn, þannig að búnaðurinn sem tækin keyra inn og út um falli saman við brýrnar,” segir Guðbjartur.

Þrjár áhafnir verða í Herjólfi og stendur þjálfun þeirra enn yfir. 14 til 15 manns verða í hverri áhöfn yfir sumartímann. Herjólfur tekur um 540 farþega, en sú gamla yfir veturinn 288 og hámark 528 yfir sumarið. Nýja ferjar tekur töluvert fleiri farartæki en sú gamla. 

„Það var draumurinn að ná henni inn fyrir Orkumótið, en við verðum ekki komnir með brýrnar, svo við missum sennilega af því móti. En stefnum að því að verða komnir inn fljótlega um mánaðarmótin.” segir Guðbjartur.

 

Ruv.is

Tags

Herjólfur

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.