Sex sóttu um embætti forstjóra HSU

21.Júní'19 | 18:19
hsu_eyjar

Starfsstöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Sex sækja um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem heilbrigðisráðuneytið auglýsti laust til umsóknar í lok maí. Umsóknarfrestur rann út 18. júní síðastliðinn.

Umsækjendur eru eftirtaldir:

  • Birgir Guðjónsson, deildarstjóri
  • Díana Óskarsdóttir, deildarstjóri
  • Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur
  • Harpa Þuríður Böðvarsdóttir, forstöðumaður
  • Ingunn Björnsdóttir, dósent
  • Sigurður Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri

Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára að undangengnu mati sérstakrar hæfnisnefndar á umsækjendum sem skipuð er í samræmi við 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Tags

HSU

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.