Dagskrá Þjóðhátíðar að taka á sig mynd
20.Júní'19 | 09:57Það styttist heldur betur í Þjóðhátíðina. Dagskrá hátíðarinnar er að vanda vegleg og enn er verið að vinna í að bæta inn í dagskrána. Lítum á þau atriði sem að hafa nú þegar verið tilkynnt á Þjóðhátíð 2019.
Auðunn Blöndal, Sverrir Bergmann og DJ Muscleboy, einnig þekktur sem Egill Einarsson, munu stíga á svið laugardaginn 3. ágúst og trylla lýðinn í dalnum. Þeir verða þó ekki einir heldur munu leynigestir fylgja þríeykinu.
Bræðurnir úr Hafnarfirði og góðvinir Eyjanna og Þjóðhátíðar Friðrik Dór og Jón Jónssynir ætla heldur ekki að láta sig vanta í dalinn fyrstu helgina í ágúst.
Þá verða í dalnum á hátíðinni GDRN, Club Dub, GRL PWR, Flóni, Egill Ólafs, Svala Björgvins, Herra Hnetusmjör og Bjartmar Guðlaugsson en Bjartmar samdi þjóðhátíðarlagið í ár og ber það nafnið Eyjarós.
Þá eru ótaldir Huginn, JóiPxKróli // SZK // Lukku Láki - Flóni - Á Móti Sól auk þess sem boðið verður uppá Aldamótatónleikana.
Heimasíða Þjóðhátíðar er dalurinn.is. Þar má kaupa miða á hátíðina.
Tags
ÞjóðhátíðMá bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...