Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins:

Skylda að gera athugasemdir við lögleysu í stjórnsýslu sveitarfélagsins

19.Júní'19 | 11:28
IMG_1830

Félag í eigu Vestmannaeyjabæjar mun reka nýja Herjólf næstu árin. Ljósmynd/TMS

Í siðustu viku var aukafundur hjá bæjarráði Vestmannaeyja vegna skipunar í stjórn Herjólfs ohf. Þar gagnrýndi minnihlutinn framgöngu og vinnubrögð bæjarstjóra í málinu. Meirihlutinn lagði hins vegar fram lögfræðiálit sem birt var hér á Eyjar.net fyrir helgi.

Sjálfstæðisflokkurinn sagði í sinni bókun að leitað hafi verið lögfræðiálits, en það var ekki lagt fram formlega. Eyjar.net grennslaðist fyrir um það hjá Trausta Hjaltasyni, sem situr í bæjarráði fyrir Sjálfstæðisflokkinn hvort ekki væri hægt að fá þeirra lögfræðiálit einnig til kynningar fyrir bæjarbúa.

„Við höfum leitað okkur upplýsinga víða og hér eru upplýsingar um það helsta sem við vísum í í bókunum okkar og efnið á bakvið þær.” segir Trausti í samtali við Eyjar.net.

Skrítið að lögfræðingur geti lagt mat á lögmæti fundarins þar sem að fundargerð aðalfundar liggur ekki fyrir

Hann segir að þau hafi verið í sambandi við lögfræðinga og sérfræðinga á þessu sviði sem veitt hafi töluverðar upplýsingar sem því miður sýni fram á að ekki var farið rétt að hlutunum. 

„Það er skylda hvers sveitarstjórnarmanns að hafa eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins og annarri starfsemi þess og lagaleg ábyrgð getur fylgt því ef sveitarstjórnarmaður sinnir ekki þessari skyldu, t.d. með því að láta hjá líða að gera athugasemdir við lögleysu í stjórnsýslu sveitarfélagsins sem hann fær vitneskju um.” segir Trausti og bætir við:

„Varðandi álit lögfræðings bæjarins þá er skrítið að lögfræðingur geti lagt mat á lögmæti fundarins þar sem að fundargerð aðalfundar liggur ekki fyrir.”

Engum datt í hug að bæjarstjóri mundi í kjölfarið fara með einræði um val stjórnar og önnur mál stjórnar án umræðu á opinberum vettvangi

Þá bendir Trausti á að almenna reglan samkvæmt 53. gr. sveitarstjórnarlaga sé að sveitarstjórn kjósi fulltrúa í nefndir, ráð og stjórnir sem sveitarfélagið á aðild að samkvæmt viðkomandi lögum eða samþykktum. Sambærilegt ákvæði má finna í 43. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar.

„Einnig má benda á að á bæjarstjórnarfundi nr. 1534  þann 15. maí 2018 samþykkti bæjarstjórn öll tilnefningar aðalmanna í stjórn sem og varastjórnarmenn. Þar eru nöfn þeirra sem skipa skal í stjórn bókuð líkt og tíðkast sbr. 53. gr. sveitarstjórnarlaga og 43. gr samþykkta um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar. Á sama fundi var þáverandi bæjarstjóra veitt umboð sem hluthafa á stofnfundi eins og eðlileg stjórnsýsla kveður á um.

Á stofnfundi Herjólfs ohf. samþykktu fulltrúar E-lista og D-lista samþykktir félagsins eftir að umræða hafði farið fram á bæjarstjórnarfundi um málið. Engum datt í hug að bæjarstjóri mundi í kjölfarið fara með einræði um val stjórnar og önnur mál stjórnar án umræðu á opinberum vettvangi þegar skipa ætti nýja stjórn eða taka aðrar ákvarðanir samkvæmt lögum félagsins líkt og gert hefur verið nú. Það eru því vonbrigði að formaður bæjarráðs sem jafnframt er fulltrúi E-lista í bæjarstjórn skuli ekki vera tilbúinn til að eyða óvissu um skipan stjórnar á einfaldan og lögmætan máta.” segir Trausti og bendir í kjölfarið á önnur lög sem eiga við í þessu samhengi og var vísað til í bæjarráði:

[63. gr. a. Lög um hlutafélög nr. 2/1995

 Tilkynna skal skriflega skemmst fimm dögum fyrir hluthafafund, þar sem kjósa á félagsstjórn, um framboð til stjórnar í hlutafélagi sem ber skylda til að kjósa sér endurskoðanda skv. 1.–3. mgr. 98. gr. laga nr. 3/2006, um ársreikninga, eða hlutafélagi sem ríkissjóður á helmingshlut eða meira í og lýtur endurskoðun skv. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 86/1997, um Ríkisendurskoðun.

Fyrirtækjaskrá RSK hefur almennt eftirlit með hlutafélögum hér á landi. Í 152. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 segir:

„Nú vanrækja stofnendur, stjórnendur, framkvæmdastjóri, endurskoðendur eða skoðunarmenn, skilanefndarmenn eða útibússtjóri erlends hlutafélags og aðrir skyldur sínar samkvæmt lögum þessum, félagssamþykktum eða ályktunum hluthafafundar og getur þá hlutafélagaskrá boðið þeim, að viðlagðri ákveðinni dagsekt eða vikusekt, að inna skylduverk af hendi. Bera má lögmæti úrskurðar undir dómstóla innan eins mánaðar frá birtingu hans.“

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).