Uppfærð frétt

Hvalirnir koma

- mjaldrarnir væntanlegir til landsins um klukkan 13.30 - vélin flýgur yfir Vestmannaeyjar kl. 13.14

19.Júní'19 | 10:43
mjaldrar_you_tube

Mjaldr­arn­ir Little White og Little Grey. Skjáskot/Youtube

Við upplifum hvern stóratburðinn á fætur öðrum í Vestmannaeyjum þessa dagana. Nýr langþráður Herjólfur kominn í heimahöfn, og nú í dag mæta nýir Vestmannaeyingar á svæðið, mjaldrarnir Litla Hvít og Litla Grá.

Ferðalagið hófst í gær, 18. Júní í Chengfeng dýragarðinum í Sjanghæ í Kína, en flugvöllurinn er í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá dýragarðinum. Framundan er 9200 kílómetra ferðalag, sem endar á eyjunni fögru Heimey, þar sem dömurnar tvær munu deila heimkynnum með heimamönnum ævi sína á enda.

Það er vel við hæfi að íslensk ættaða flugfélagið Cargolux, sem Loftleiðamenn stofnuðu ásamt Luxair árið 1970 skuli flytja hvalina hingað. Margir Íslendingar hugsa með hlýhug til þessa flugfélags, en á tímabili unnu á sjöunda hundrað íslendinga hjá Cargolux í Luxemburg, og margir þeirra ílengdust þar. Áætlað er að flugvélin lendi í Keflavík 20 mínútur yfir eitt í dag, og þá er framundan 180 kílómetra ferðalag sem endar í Eyjum, væntanlega klukkan rúmlega fjögur í dag. Hægt er að fylgjast með fluginu hér. 

Hvalaathvarfið í Eyjum er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Sea Life og Merlin hafa árum saman leitað að stað fyrir athvarfið. Heimaey varð að lokum fyrir valinu, ekki síst vegna háhyrnings Keikó, sem flestir muna eftir. Með þeim tilraunum sem gerðar voru á sínum tíma við að frelsa þennan frægasta hval kvikmyndasögunnar varð mönnum ljóst, að hvalir sem alið lifað hafa árum saman í umsjá manna eru orðnir algjörlega þeim háðir og því varð að bregðast við og er athvarfið í Eyjum svar við því. Af nógu er að taka því að yfir 3000 smáhvalir eru í dýragörðum heimsins og því ljóst að hér er um framtíðarverkefni að ræða, verkefni sem með tíð og tíma mun hafa mikil áhrif á líf Vestmannaeyinga, bæði atvinnulega séð en einnig vegna þess aðdráttarafls sem verkefnið mun hafa á ferðamenn.

Það er við hæfi að dömurnar tvær, Litla Hvít og Litla Grá komi til landsins í dag, á alþjóðlegum réttindadegi kvenna.

Velkomnar heim stelpur.

Uppfært kl. 13.27

Hér að neðan má sjá mynd af vélinni þegar hún flaug yfir Eyjar.

 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.