Goslokahátíð og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar:
Fagnað með glæsilegri hátíð
19.Júní'19 | 19:45Goslokahátíð og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar verður fagnað með glæsilegri hátíð dagana 4.–7. júlí nk. Á þessari veglegu hátíð rekur hver stórviðburðurinn annan, enda ærið tilefni til. Hátíðin hefst fimmtudaginn 4. júlí 2019. Kíkjum á dagskrá hátíðarinnar.
Goslokahátíð 2019 - Dagskrá
Fimmtudagur 4. júlí
Kl. 16:00 Flugstöð: Tolli Morthens opnar myndlistarsýningu.
Kl. 17:00 Akóges: Sigurfinnur Sigurfinnsson opnar myndlistarsýninguna „Sigurfinnur 75 ára, 75 myndir“. Tónlistaratriði Sveinbjörns Grétarssonar úr Greifunum.
Kl. 17:30 Einarsstofa í Safnahúsi: Opnun á samsýningu Jóns Óskars og Huldu Hákon „Fjallið eina og önnur verk“.
Kl. 18:00 Svölukot: Svavar Steingrímsson opnar ljósmyndasýninguna „Umbrotatímar með Svabba Steingríms“.
Kl. 18:30 Safnaðarheimili: Opnun á myndlistarsýningu Gíslínu Daggar Bjarkadóttur „Mitt á milli“.
Kl. 20:00 Cratious-króin á Skipasandi: Opnun á myndlistarsýningu bæjarlistamannsins Viðars Breiðfjörð „Millilending“. Léttar veitingar og tónlist.
Kl. 20:30 Stóri salurinn í Hvítasunnukirkjunni: „Oddgeir og óperur“. Silja Elsabet Brynjarsdóttir syngur við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Aðgangseyrir 2.500 kr.
Kl. 20:30 Brothers Brewery við Bárustíg: Bjórbingó.
Kl. 20:30: Alþýðuhúsið: Tónleikar GÓSS (Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson). Aðgangseyrir 3.990 kr.
Föstudagur 5. júlí
Kl. 10:00- Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum: Volcano open (fyrri ráshópur kl. 10:00, seinni kl. 17:00).
Kl. 16:30-17:15 100 ára afmælishátíð Vestmannaeyjabæjar og setning Goslokahátíðar á Skanssvæðinu, stutt ávörp og tónlistaratriði.
Lista- og hönnunarsýningar:
Kl. 13:00-15:00 Opið hús í Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð. Handverk og kerti til sölu.
Kl. 16:00 Salur Tónlistarskólans: Opnun á sýningu Myndlistarfélags Vestmannaeyja „Vestmannaeyjabær 100 ára“.
Kl. 17:15 Veituhúsið á Skansinum: Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir og Sung Beag opna listsýninguna „Náttúruhamfarir“. Gjörningur Sung Beag við opnun.
Barnadagskrá:
Kl. 15:30-16:30 Leikhópurinn Lotta – Litla hafmeyjan á Skanssvæðinu í boði Ísfélagsins (ATH breyttur sýningartími og staðsetning).
Kl. 16:30-17:15 Cirkus Flik Flak skemmtir meðal áhorfenda á afmælis- og setningarhátíðinni á Skanssvæðinu.
Unglingadagskrá:
Kl. 21:00-23:00 Pop quiz í Tónlistarskólanum (ætlað 13-17 ára).
Fjölskyldu- og fullorðinsdagskrá:
Kl. 18:00-20:00 Stórtónleikar í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar í Íþróttamiðstöðinni (fyrir barnafólk og yngri en 18 ára).
Kl. 21:00-23:00 Stórtónleikar í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar í Íþróttamiðstöðinni (fyrir eldri en 18 ára).
Kl. 23:00-03:00 Kiddi Bjarna og Guðni með fjöldasöng og fjör á Kaffi Varmó við Strandveg.
Laugardagur 6. júlí
Kl. 08:30- Golfvöllurinn – Volcano open (fyrri ráshópur kl. 08:30, seinni kl. 13:30).
Kl. 11:00-13:00 Ferð á Heimaklett undir leiðsögn Óla Týs ef veður leyfir.
Kl. 16:00-18:00 Pepsídeild karla í knattspyrnu: ÍBV-KR.
Sýningar, dagskrár og kynningar:
Kl: 13:00-17:00 Þekkingasetur Vestmannaeyja Ægisgötu 2, 2. hæð: „Gakktí Bæinn“. Kristinn Pálsson opnar sögusýningu grafískra verka um arkitektúr og byggingarsögu Vestmannaeyja.
Kl 13:00-16:00 Opið hús hjá Frímúrurum í tilefni af 100 ára afmæli reglunnar.
Kl. 13:00-18:00 Hippakot og garðurinn við Vestmannabraut 69 „Músik, myndlist, mósaík“.
Kl: 13:00-14:30 Einarsstofa í Safnahúsi: „Eyjahjartað“. Að þessu sinni eru sagnafólkið þau Edda Andrésdóttir, Helgi Bernódusson, Inga Jóna Hilmisdóttir og Sigurjón Guðmundsson.
Kl. 14:00-16:00 Við Safnahúsið: Fornbílasýning Bifreiðaklúbbs Suðurlands og nokkurra Eyjamanna.
Kl. 15:00-16:00 Sagnheimar, þjóðhátíðartjald: Sögur útgáfa og Laufey Jörgensdóttir kynna Undurfagra ævintýr, þjóðhátíðarlög Vestmannaeyja 1933-2019. Bókin kemur út fyrir næstu Þjóðhátíð.
Kl. 17:00-18:00 Eldheimar: Jón Óskar spjallar og situr fyrir svörum um verk sín.
Barna- og unglingadagskrá
Kl. 11:00-12:00 Dorgveiðikeppni á Nausthamarsbryggju á vegum SJÓVE.
Kl. 12:00-13:00 Sundlaugardiskó með Ingó Veðurguði.
Kl. 13:00- Sprell – leiktæki á bílaplani Geisla við Stakkagerðistún.
Kl. 13:30-15:30 Grill- og götustemning við Bárugötu í boði Landsbankans. Tríó Þóris Ólafssonar, grill, pylsur, blöðrur, skólahreystibraut, hoppukastalar og margt fleira.
Kl. 15:30-16:30 Brekkusöngur og flipp með Ingó Veðurguði við Bárustíg.
Fullorðinsdagskrá
Kl. 23:00-01:00 Eyjalög og sing-along í krónum í Skvísusundi: Eymannafélagið, Kókos og Leó Snær koma fram.
Kl. 00:00-03:30 Áfram heldur stemningin með dansleik á Skipasandi. Hljómsveitirnar Brimnes og Merkúr á útisviði. Ingó Veðurguð í Gírkassahreppi. Captain Morgan spilar í Rabbakró. Opnar krær í kring og veitingasala á svæðinu.
Sunnudagur 7. júlí
Kl. 11:00-13:00 Göngumessa frá Landakirkju - súpa og brauð.
Kl. 13:00-14:30 Cirkus Flik Flak - barna- og unglingasirkus frá Danmörku sýnir í Íþróttamiðstöðinni.
Kl. 13:00-16:00 Sprell – leiktæki á bílaplani Geisla við Stakkagerðistún.
Kl. 13:00-14:00 Sagnheimar: Adam Nichols, prófessor við Marylandháskóla kynnir áður óþekktar hugmyndir um ástæður Tyrkjaránsins. Auk þess fjallar Karl Smári Hreinsson um nýjar þýðingar á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar.
Kl. 20:30-23:00 Alþýðuhúsið: Mugison. Aðgangseyrir 3.000 kr.
Sýningar og endurteknir viðburðir eru á eftirfarandi tímum:
Akóges – föstudag til sunnudags kl. 13:00-18:00. Sigurfinnur Sigurfinnsson.
Café Varmó – föstudag til sunnudags kl. 11:00-18:00. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir.
Einarsstofa/Sagnheimar – föstudag til sunnudags kl. 10.00-17:00. Hulda Hákon og Jón Óskar.
Eldheimar – föstudag til sunnudags kl. 09:00-18:00. Jón Óskar.
Flugstöðin – föstudag til sunnudags kl. 09-19:00. Tolli Morthens.
Landlyst og Stafkirkjan – alla daga kl. 10:00-17:00. Ókeypis aðgangur.
Safnaðarheimilið – föstudag til sunnudags kl. 13:00-18:00. Gíslína Dögg Bjarkadóttir.
Salur Tónlistarskólans – laugardag og sunnudag kl. 14:00-18:00. Myndlistarfélag Vestmannaeyja.
Cratious-króin á Skipasandi – föstudag 14:00-18:00 og laugardag kl. 14:00-00:00. Viðar Breiðfjörð.
Sunna spákona í Eymundsson – fimmtudag og föstudag kl. 09:00-18:00, laugardag kl. 10:00-16:00.
Svölukot – föstudag til sunnudags kl. 13:00-18:00. Svavar Steingrímsson.
Veituhúsið á Skansinum – laugardag og sunnudag kl. 14:00-18:00. Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir og Sung Beag.
Þekkingarsetur Vestmannaeyja – laugardag og sunnudag kl. 13:00-18:00. Kristinn Pálsson.
Dagskráin var uppfærð 01.07.19. Birt með fyrirvara um breytingar.
Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919.
Hér munu birtast greinar og umfjallanir allt afmælisárið um Vestmannaeyjabæ, afmælið og viðburði í tengslum við afmælið.
Bæjarstjóri kveikti hugmynd
13.Desember'19 | 11:45Herjólfur í 60 ár
12.Desember'19 | 15:09Þrettándinn í máli og myndum
12.Desember'19 | 13:00Saga mikilla framfara í samgöngum á sjó
11.Desember'19 | 11:51Boltinn, brim, björgin og fjaran í ljósopi Inga Tómasar
6.Desember'19 | 17:41Kíkt í einstakt safn Figga á Hól
6.Desember'19 | 11:36Ljósopið – Þar sem kynslóðirnar mætast
5.Desember'19 | 09:27Eyjasundsbikarinn afhentur - myndband
4.Desember'19 | 06:43Guðrún Bergmann fjallaði um heilsuna - myndband
3.Desember'19 | 06:45Tólfta Ljósopið í Einarsstofu á morgun
29.Nóvember'19 | 19:37Tags
Goslokahátíð
Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).