Mjaldrarnir til Eyja á miðvikudag

17.Júní'19 | 20:24
mjaldrar_you_tube

Mjaldr­arn­ir Little Grey og Little White. Skjáskot/youtube.

Mjaldr­arn­ir Little Grey og Little White koma til Íslands á miðviku­dag og verður þeim komið fyr­ir í sjókví í Vest­manna­eyj­um. Mjaldr­arn­ir áttu upp­haf­lega að koma í apríl en för þeirra var frestað vegna veðurs. Nú er hins veg­ar allt klárt fyr­ir komu þeirra.

Mjaldr­arn­ir verða flutt­ir með flug­vél Car­golux frá Shang­hæ í Kína til Íslands og er áætluð lend­ing í Kefla­vík á miðviku­dags­morg­un klukk­an 10.30. TVG-Zimsen sér svo um flutn­ing mjaldr­anna á sér­út­bún­um flutn­inga­bíl­um til Land­eyja­hafn­ar þar sem Herjólf­ur tek­ur við.

Á fréttavef mbl.is er rætt við Sig­ur­jón Inga Sig­urðsson hjá sér­verk­efna­deild TVG-Zimsen.

„Und­ir­bún­ing­ur­inn hef­ur verið lang­ur og strang­ur og staðið yfir í hálft ár. Það er mjög spenn­andi að fá að taka þátt í þessu verk­efni sem mun án efa vekja mikla at­hygli um all­an heim,“ seg­ir Sig­ur­jón Ingi 

„Mjaldr­arn­ir verða flutt­ir í sér­út­bún­um tönk­um sem þeir eru sett­ir í í dýrag­arðinum í Sj­ang­hæ. Mjaldr­arn­ir eru síðan flutt­ir í tönk­un­um úr flug­vél­inni og þaðan í sér­út­búna í vagna á Kefla­vík­ur­flug­velli sem munu flytja þá til Land­eyja­hafn­ar. Hvor mjald­ur fyr­ir sig er um eitt tonn að þyngd. Heild­arþyngd á hvor­um tank er um 9 tonn,“ út­skýr­ir Sig­ur­jón.

Nánar er fjallað um flutninginn á mbl.is.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).