Vatnslögn í sundur á Strembugötu

15.Júní'19 | 11:19
vatnsveita_bilun

Starfsmenn HS-Veitna að störfum í morgun. Ljósmynd/TMS

Í morgun fannst bilun í vatnslögn á miðri Strembugötu. Unnið er að viðgerð en vatnslaust er á Strembugötu auk þess er hluti Bröttugötu án vatns. Stefán Óskar Jónasson, verkstjóri hjá HS-Veitum segir að vatn ætti að vera komið á eftir um klukkustund.

Talið er að lekinn sé búinn að vara í nokkra daga og orsakaði það m.a lítið rennsli í krönum víða í efri byggðum bæjarins, segir Stefán Óskar. Í dag lýkur TM mótinu í knattspyrnu, og borða gestir mótsins í Höllinni við Strembugötu. Stefán segir að ekki hafi þurft loka fyrir vatnslögnina til Hallarinnar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.