Herjólfur kominn að Eyjum

14.Júní'19 | 20:01
IMG_1682

Herjólfur hinn nýi með Bjarnarey í bakgrunn. Ljósmyndir/TMS

Nýi Herjólfur er nú kominn að Vestmannaeyjum og fór hann áðan hring í kringum Heimaey. Ljósmyndari Eyjar.net fékk að slást í för með Lóðsinum, sem að sigldi til móts við ferjuna með tollverði.

Þegar gamli Herjólfur var að sigla út innsiglinguna mættust skipin og má sjá mynd af því hér að neðan ásamt nokkrum myndum til viðbótar af skipinu.

Formleg móttökuathöfn í Friðarhöfn á laugardag

Á morgun er síðan formleg móttökuathöfn í Friðarhöfn. Athöfnin hefst kl. 14:15 með ræðum samgönguráðherra, forstjóra Vegagerðarinnar, formanni bæjarráðs og fulltrúa Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Prestur Landakirkju mun blessa skipið og forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir formlega nefna það.

Í framhaldi verður skipið bæjarbúum og öðrum gestum til sýnis. Boðið verður upp á veitingar, skemmtiatriði o.fl. milli kl. 14:30 og 16:00. Sunnudaginn 16. júní verður skipið jafnframt til sýnis frá 16:00 til 18:00.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.