Grunaðir um fjárdrátt í endurvinnslunni

12.Júní'19 | 11:53
dosir_endurv

Endurvinnslan í Vestmannaeyjum. Mynd/TMS

Tveir karlmenn hafa verið kærðir til lögreglunnar fyrir fjárdrátt, en þeir eru grunaðir um að hafa dregið sér háar fjárhæðir í störfum sínum fyrir endurvinnsluna í Vestmannaeyjum. 

Þetta staðfestir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja við Eyjar.net, en endurvinnslan er hluti af starfsemi Heimaeyjar - vinnu og hæfingarstöðvar.

„Jú, það er því miður rétt og upphæðin er talsverð. Málið hefur verið kært til lögreglu og umræddir starfsmenn starfa ekki lengur í Heimaey. Meira get ég ekki sagt um málið.” segir Jón.

Samkvæmt heimildum Eyjar.net er fjárhæðin sem um ræðir í kringum 3 milljónir króna.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.