Útsýnisbáturinn Teista bætist í flota Eyjamanna

11.Júní'19 | 12:15
teista

Útsýnisbáturinn Teista við bryggju í Eyjum. Ljósmyndir/TMS

Í gær kom til Vestmannaeyja útsýnisbáturinn Teista. Teista kom frá Noregi og er nú í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Rib safari, sem einnig gerir á útsýnisbátinn Halkion, sem og nokkra slöngubáta.

Eyþór Þórðarson, sigldi skipinu heim frá Noregi. „Við vorum mikið á 18-19 sjómílna hraða á heimleiðinni og gekk heimferðin mjög vel.” en auk Eyþórs voru þrír aðrir í áhöfn.

Hann segir að Teista sé gamalt sjúkraskip frá norður Noregi. „Skipið er 31 árs en síðasti eigandi er 73 ára gamall læknir sem að hugsaði einstaklega vel um skipið.”

Teista er 20 metrar á lengd og 5 metra breitt. Næsta skref er að Samgöngustofa taki skipið út og vonast Eyþór eftir því að öll leyfi verði komin um næstu mánaðarmót og þá sé hægt að fara að gera skipið út til skoðunarferða.

Skipið er allt hið glæsilegasta og má sjá fleiri myndir af því hér að neðan.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).