Útsýnisbáturinn Teista bætist í flota Eyjamanna

11.Júní'19 | 12:15
teista

Útsýnisbáturinn Teista við bryggju í Eyjum. Ljósmyndir/TMS

Í gær kom til Vestmannaeyja útsýnisbáturinn Teista. Teista kom frá Noregi og er nú í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Rib safari, sem einnig gerir á útsýnisbátinn Halkion, sem og nokkra slöngubáta.

Eyþór Þórðarson, sigldi skipinu heim frá Noregi. „Við vorum mikið á 18-19 sjómílna hraða á heimleiðinni og gekk heimferðin mjög vel.” en auk Eyþórs voru þrír aðrir í áhöfn.

Hann segir að Teista sé gamalt sjúkraskip frá norður Noregi. „Skipið er 31 árs en síðasti eigandi er 73 ára gamall læknir sem að hugsaði einstaklega vel um skipið.”

Teista er 20 metrar á lengd og 5 metra breitt. Næsta skref er að Samgöngustofa taki skipið út og vonast Eyþór eftir því að öll leyfi verði komin um næstu mánaðarmót og þá sé hægt að fara að gera skipið út til skoðunarferða.

Skipið er allt hið glæsilegasta og má sjá fleiri myndir af því hér að neðan.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.