Fjölmargt framundan á næstu dögum

11.Júní'19 | 08:25
IMG_1160

Ljósmynd/TMS

Það er fjölmargt framundan í Vestmannaeyjum á næstu dögum. Lítum á það helsta:

  • 13. júní - Opinber heimsókn forseta Íslands og forseta Þýskalands ásamt eiginkonum og fylgdarliði til Vestmannaeyja.
  • 14. júní - Afmælishátíð vegna 30 ára afmælis TM mótsins í knattspyrnu. Mótið, sem er haldið 13. -15. júní, er það fjölmennasta síðan því var breytt í eins flokks mót.
  • 15. júní - Nýr Herjólfur kemur til Eyja. formleg móttaka er klukkan 14.00. Loksins segja eflaust margir!
  • 17. júní - Þjóðhátíðardagur Íslendinga. Nánari dagskrá auglýst síðar.
  • 19. júní - Mjaldrarnir Litla Hvít og Litla Grá koma til sinna nýju heimkynna í Eyjum.

Þá eru hefðbundnir viðburðir á sínum stað síðar í sumar, eins og Orkumótið sem hefst 26. júní og Goslokahátíðin í vikunni þar á eftir og sjálf Þjóðhátíðin í byrjun ágúst. 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.