Fjölmargt framundan á næstu dögum

11.Júní'19 | 08:25
IMG_1160

Ljósmynd/TMS

Það er fjölmargt framundan í Vestmannaeyjum á næstu dögum. Lítum á það helsta:

  • 13. júní - Opinber heimsókn forseta Íslands og forseta Þýskalands ásamt eiginkonum og fylgdarliði til Vestmannaeyja.
  • 14. júní - Afmælishátíð vegna 30 ára afmælis TM mótsins í knattspyrnu. Mótið, sem er haldið 13. -15. júní, er það fjölmennasta síðan því var breytt í eins flokks mót.
  • 15. júní - Nýr Herjólfur kemur til Eyja. formleg móttaka er klukkan 14.00. Loksins segja eflaust margir!
  • 17. júní - Þjóðhátíðardagur Íslendinga. Nánari dagskrá auglýst síðar.
  • 19. júní - Mjaldrarnir Litla Hvít og Litla Grá koma til sinna nýju heimkynna í Eyjum.

Þá eru hefðbundnir viðburðir á sínum stað síðar í sumar, eins og Orkumótið sem hefst 26. júní og Goslokahátíðin í vikunni þar á eftir og sjálf Þjóðhátíðin í byrjun ágúst. 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.