Fjölmargt framundan á næstu dögum

11.Júní'19 | 08:25
IMG_1160

Ljósmynd/TMS

Það er fjölmargt framundan í Vestmannaeyjum á næstu dögum. Lítum á það helsta:

  • 13. júní - Opinber heimsókn forseta Íslands og forseta Þýskalands ásamt eiginkonum og fylgdarliði til Vestmannaeyja.
  • 14. júní - Afmælishátíð vegna 30 ára afmælis TM mótsins í knattspyrnu. Mótið, sem er haldið 13. -15. júní, er það fjölmennasta síðan því var breytt í eins flokks mót.
  • 15. júní - Nýr Herjólfur kemur til Eyja. formleg móttaka er klukkan 14.00. Loksins segja eflaust margir!
  • 17. júní - Þjóðhátíðardagur Íslendinga. Nánari dagskrá auglýst síðar.
  • 19. júní - Mjaldrarnir Litla Hvít og Litla Grá koma til sinna nýju heimkynna í Eyjum.

Þá eru hefðbundnir viðburðir á sínum stað síðar í sumar, eins og Orkumótið sem hefst 26. júní og Goslokahátíðin í vikunni þar á eftir og sjálf Þjóðhátíðin í byrjun ágúst. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.