25 milljóna tap á rekstri Herjólfs ohf. í fyrra

9.Júní'19 | 21:00
herjolfur_bru

rekstur Herjólfs er nú í höndum félags í eigu Vestmannaeyjabæjar. Ljósmynd/TMS

Föstudaginn 31. maí sl. var aðalfundur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf haldinn. Félagið sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar heldur utan um rekstur Herjólfs og var það stofnað í fyrra, en tók formlega við rekstri ferjunnar í lok mars á þessu ári.

Fram kom í máli Lúðvíks Bergvinssonar, formanns stjórnar að ýmislegt hafi komið uppá þann tíma sem liðinn er síðan félagið var stofnað. Lagt hafi verið upp með að ný ferja yrði komin í áætlun þegar félagið tæki við reksrinum í lok mars og að búið væri að opna Landeyjahöfn á þeim tíma. Hvorugt af þessu gekk eftir, og er enn þann daginn í dag beðið eftir nýju ferjunni.

Vestmannaeyjabær lagði félaginu til stofnfé að upphæð 150 milljóna króna, en tap var á rekstrinum í fyrra uppá 25,5 milljónir króna. Það helgast fyrst og fremst af því að félagið hafði litla innkomu þar sem það tók ekki við rekstri ferjunnar fyrr en 30. mars á þessu ári.

Ýmislegt hefur gengið á í kjölfar aðalfundar

Talsverðar breytingar urðu á stjórn félagsins. Úr stjórn gengu þeir Lúðvík Bergvinssson, sem gegnt hefur formennsku og varaformaðurinn Grímur Gíslason fór einnig úr stjórninni, en hann var fyrstur til að gegna formennsku í félaginu. Þá verður Birna Þórsdóttir aftur varamaður, en hún hefur gegnt stöðu aðalmanns síðan að Dóra Björk Gunnarsdóttir sagði sig úr stjórn síðastliðið haust.

Í stað þeirra komu inn í stjórn þau Arnar Pétursson, Agnes Einarsdóttir og Guðlaugur Friðþórsson. Áfram sitja þau Páll Þór Guðmundsson og Arndís Bára Ingimarsdóttir. Í varastjórn er auk Birnu, Aníta Jóhannsdóttir. Stjórnin skipti svo með sér verkum á fundi fyrir helgi þar sem Arnar var kjörinn formaður og Guðlaugur varaformaður. Samkvæmt heimildum Eyjar.net á enn eftir að kjósa ritara stjórnar, en hvorki Arndís né Páll mættu á síðasta stjórnarfund. Þau sendu frá sér yfirlýsingu á föstudaginn var, þar sem dregið er í efa að rétt hafi verið staðið að stjórnarkjöri á aðalfundi félagsins. Í yfirlýsingunni sagði m.a:

Bæjarstjóri lét undir hælinn leggjast að sækja sér umboð bæjarstjórnar til aðgerða á fundinum og því bendir margt til þess að í raun hafi það sem gert var verið geðþótti hennar en ekki vilji lýðræðislegrar kjörinnar bæjarstjórnar. 

Í kjölfarið sendu bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Vestmannaeyja frá sér grein þar sem þau sögðu m.a að bæjarstjóri sé handhafi eina hlutabréfsins í félaginu og fari því með eigandavaldið á hluthafafundum og þurfi ekkert sérstakt umboð til þess fyrir hvern fund. 

Hér má sjá ársreikning Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. fyrir árið 2018.

Tags

Herjólfur

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).