Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Helga Kristín Kolbeins og Trausti Hjaltason skrifa:

Slysavarnaskóli sjómanna flytji höfuðstöðvar sínar til Vestmannaeyja

8.Júní'19 | 11:19
IMG_0832

Í umræðunni er að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur henti vel til afnota fyrir Slysavarnaskóla sjómanna. Ljósmynd/TMS

Í Morgunblaðinu í dag er bent á að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur henti vel til afnota fyrir Slysavarnaskóla sjómanna þegar ferjunni verður skipt út fyrir nýja sem er væntanleg á næstu dögum og að ráðamenn séu nokkuð velviljaðir hugmyndinni. 

Sæbjörgin er komin til ára sinna og þörf er á nýju hentugu skólaskipi.

Herjólfur verður áfram í Vestmannaeyjum

Í samningum vegna yfirtöku reksturs Herjólfs ohf. var tryggt að gamli Herjólfur sem er kominn vel til ára sinna en hefur reynst Vestmannaeyjum einstaklega vel verði áfram til taks í Eyjum fyrstu tvö árin og ljóst að ferjan mun áfram sinna þörfum Vestmannaeyinga.

Slysavarnaskóli sjómanna verði staðsettur í Vestmannaeyjum

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa sig jákvæða gagnvart því að ferjan verði á einhverjum tímapunkti nýtt fyrir slysavarnaskóla sjómanna með því skilyrði þó að starfsemi skólans og höfuðstöðvar verði í Vestmannaeyjahöfn. Sú ráðstöfun væri bæði skynsamleg og í takt við stefnu stjórnvalda, bæði sökum hlutfallslegrar stærðar fagstéttarinnar í samfélaginu og nálægðar við útgerð og vinnslu. Það er í takt við Byggðastefnuna að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni, eykur fjölbreytileika atvinnulífs í Vestmannaeyjum ásamt því að hægt er að nýta öfluga fræðasamfélagið í Eyjum með verkefninu, bæði til kennslu og e.t.v. nýsköpunar og framþróunar fræðslunnar.

Eðlileg mótvægisaðgerð vegna loðnubrests

Samfélagið í Vestmannaeyjum var fyrir þungu höggi þegar að loðnubrestur varð staðreynd og hefur mikil afleidd áhrif á atvinnulíf í Vestmannaeyjum. Mörg dæmi eru um að stjórnvöld grípi inn í og bregðist við slíkum áföllum, bæði eru fyrri dæmi um það í Vestmannaeyjum í tengslum við fyrri alvarlega aflabresti og nú nýlegar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fall flugfélagsins WOW. Flutningur starfsemi skólans til Vestmannaeyja gæti farið vel sem hluti af slíkum mótvægisaðgerðum

Undirrituð munu gera það að opinberri tillögu sinni á næsta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja að komi til þess að Herjólfur verði nýttur sem skólaskip slysavarnaskóla sjómanna verði höfuðstöðvar og starfsemi skólans staðsettur í Vestmannaeyjum og þannig stuðla að fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni líkt og felst í byggðastefnu stjórnvalda.

 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Helga Kristín Kolbeins

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Trausti Hjaltason

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.