Herjólfur III kom til Eyja þennan dag fyrir 27 árum

8.Júní'19 | 08:24
IMG_4251

27 ár eru síðan Herjólfur III kom í fyrsta sinn til Eyja. Ljósmynd/TMS

Það var mikið um dýrðir í Eyjum mánudaginn 8. júní 1992 sem bar upp á annan dag hvítasunnu. Þann dag kom Herjólfur III í fyrsta sinn til heimahafnar í Vestmannaeyjum. 

Óhætt er að segja að skipið hafi þjónað okkur vel, en nú styttist í að nýtt skip komi til að leysa þennan undan skildum sínum. Herjólfur III var rétt rúma tvo sólarhringa á leiðinni frá Flekkefjord í Noregi þar sem skipið var smíðað, og var meðal ganghraði skipsins á leiðinni 17,3 mílur. Til gamans má geta þess að búist er við að nýi Herjólfur haldi úr höfn í Póllandi á morgun, sunnudag og áætlað að hann verði um 6 daga á leiðinni.

Fyrsta verkefni Herjólfs III eftir að hann kom til landsins var að sigla hringferð um landið til að sýna landsmönnum skipið, en það kom til vegna þess að ekjubrýr í Eyjum og í Þorlákshöfn voru ekki tilbúnar fyrir hið nýja skip. Sigmar Þór Sveinbjörnsson, stýrimaður í áhöfn Herjólfs á þessum tíma tók myndir úr hringferðinni. Skoða má myndirnar hér

Grípum niður í texta Árna Johnsen sem birtist í Morgunblaðinu 7. júní 1992.

Á eftir að koma mörgum á óvart hve skipið er stórt

Nýi Herjólfur er í rauninni fyrsta alvöru farþegaskip íslendinga síðan Gullfoss fór fyrir lítið. Það á uggIaust eftir að koma mörgum á óvart hve skipið er stórt en það er fyrst og fremst í takt við nútímakröfur og mikla umferð sjóleiðis milli lands og Eyja en um 60 þúsund farþegar hafa ferðast árlega að undanförnu með Herjólfi auk þess að þúsundir bíla eru fluttir árlega með skipinu, „þjóðveginum", milli lands og Eyja.

Um 70 bílar geta verið á bílaþilfari, þar af 15 á sérstakri lyftu fyrir ofan aðalbílaþilfar. Simek hélt upp á 25 ára afmæli skipasmíðastöðvarinnar á bílaþilfarinu daginn fyrir afhendinguna og var það hinn skemmtilegasti veislusalur með dekkuð borð fyrir um 400 manns, dansgólf í stefni og hljómsveitarpall. Gegnumkeyrsla er á bílaþilfari eftir endilöngu skipinu þannig að bæði skutur og stefni opnast og því getur tekið stutta stund að ferma og afferma skipið, sem getur flutt um 500 farþega.

Ákvörðun tekin á pólitískum grundvelli en ekki faglegum og tæknilegum

Í öllum tveggja manna farþegaklefum er snyrting en neðst í skipinu eru einnig kojur í eins konár almenningi þar sem 8 kojur eru í hverju rými. Sérstakir sturtuklefar eru á göngum farþegarýmis sem eru á neðri hæðum skipsins. Lyftur eru frá bíladekki á allar hæðir skipsins sem farþegar eiga aðgang að en skipið er 7 hæða.

Skipatækni hannaði skipið undir forystu Bárðar Hafsteinssonar skipaverkfræðings og var sú hönnun byggð á danskri teikningu sem fyrri stjórn Herjólfs hafði látið vinna og vildi smíða eftir. Það skip var 79 metra langt en nýi Herjólfur er 70,5 m langur og var sú ákvörðun tekin á pólitískum grundvelli af fyrrverandi ríkisstjórn en ekki faglegum og tæknilegum.

Þykir „mörgum það súrt að hafa ekki núna þessa 8,5 metra viðbót sem var stefnt að"

Þótt menn fagni að sjálfsögðu mjög þessu nýja glæsilega skipi þá þykir „mörgum það súrt", eins og Tryggvi Jónasson, stjórnarmaður Herjólfs, orðaði það á afhendingardaginn, „að hafa ekki núna þessa 8,5 metra viðbót sem var stefnt að upphaflega, því þá næðum við meiri hraða, mun minni olíueyðslu og smíðakostnaður hefði verið nánast sá sami". Herjólfur kostar um 1.100 milljónir króna eða rétt rúmlega verðið á togara sem nú er verið að smíða fyrir Granda í Flekkefjord, nýjum Vigra sem verður tilbúinn í september nk. 

Sem kunnugt er vildi fyrrverandi samgönguráðherra minnka nýja Herjólf niður í stærð sem passaði í lyftu Slippstöðvarinnar á Akureyri þótt önnur stærð væri hagkvæmari í nýtingu milli lands og Eyja. „En við komumst hreinlega ekki út úr þessari síðari teikningu þegar hún var komin á koppinn og því vantar síðustu 8 metrana að mati sumra okkar," sagði Tryggvi. 

Tags

Herjólfur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).