Íris Róbertsdóttir og Njáll Ragnarsson skrifa:
Engin óvissa, áfram gakk!
8.Júní'19 | 13:30Í samþykktum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 19. maí 2018, er kveðið á um í 4. tl. að bæjarstjóri fari með alla hluti bæjarins í félaginu. Þetta umboð er ekki takmarkað að öðru leyti en því að sala hluta úr félaginu krefjist samþykkis bæjarstjórnar.
Bæjarstjóri er þannig handhafi eina hlutabréfsins í félaginu og fer með eigandavaldið á hluthafafundum og þarf ekkert sérstakt umboð til þess fyrir hvern fund. Staðhæfingar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórn félagsins um annað eiga því ekki við rök að styðjast og engin ástæða til að bregðast sérstaklega við þeim. Þetta er skýrt í samþykktum félagsins.
Ný stjórn Vestmannaeyjaferjunar Herjólfs hittist í gær á sínum fyrsta fundi og skipti með sér verkum. Arnar Péturson var kjörinn formaður og Guðlaugur Friðþórsson varaformaður.
Það eru ánægjulegir tímar framundan í samgöngum Eyjamanna. Á morgun, 9. júní, er áætlað að nýr Herjólfur leggi af stað frá Póllandi og við getum fagnað honum hér í heimahöfn í Eyjum laugardaginn 15. júní. Verið er að undirbúa móttökuathöfn skipsins sem verður auglýst síðar.
Það verður mikil gleðistund.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri
Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs
Tags
Herjólfur
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).