Fréttatilkynning:

Viðvaningsháttur veldur óvissu við stjórn Herjólfs

:: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja vafa um lögmæti aðalfundar Herjólfs ohf.

7.Júní'19 | 14:20
hebbi_18

Herjólfur. Ljósmynd/TMS

Gerðar hafa verið alvarlegar athugasemdir við framkvæmd og lögmæti aðalfundar Herjólfs ohf. og vafi er talinn leika á því að skipun stjórnar félagsins sé lögmæt.  Félagið er í fullri eigu Vestmannaeyjabæjar og heldur bæjarstjóri utan um hið eina hlutabréf í umboði bæjarstjórnar. 

Nú liggur fyrir að Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri lét undir hælinn leggjast að sækja sér umboð bæjarstjórnar til aðgerða á fundinum og því bendir margt til þess að í raun hafi það sem gert var verið geðþótti hennar en ekki vilji lýðræðislegrar kjörinnar bæjarstjórnar.  Það er að mati undirritaðra í besta falli frekleg framkoma og í versta falli ólögmæt.

Þá liggur enn fremur fyrir að samkvæmt samþykktum skulu tillögur um stjórn, ráðstöfun hagnaðar og stjórnarlaun berast 5 dögum fyrir fund ellegar skal bera upp tillögu um að falla frá 5 daga reglunni á fundinum.  Þetta var heldur ekki gert.

Ofangreint verður sínu verra þegar í ljós hefur komið að það óvissuástand sem skapaðist á fundinum var nýtt til að kasta úr stjórn þeim Lúðvíki Bergvinssyni og Grími Gíslasyni sem ásamt Elliða Vignissyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og Páli Guðmundssyni leiddu yfirtöku sveitarfélagsins á rekstrinum.

Sú stjórn sem kjörin var á aðalfundi hefur komið saman í eitt skipti.  Þar var óvissa um lögmæti rædd og var það skoðun allra stjórnarmanna að ekki væri hægt að halda fundi áfram enda ljóst að skylda og ábyrgð stjórnarmanna sé með þeim hætti að nauðsynlegt væri að fá skorið úr um lögmæti.  Fundurinn leystist því upp. Þannig hefur hin nýja stjórn samþykkt að vafi sé um lögmæti kjörs þeirra.

Með hliðsjón af þessum vafa, sjá stjórnarmenn skipaðir af Sjálfstæðisflokknum sér ekki fært að halda störfum áfram fyrr en öllum vafa um lögmæti fundarins hefur verið eytt.  Þeir hafa því óskað þess að haldinn verði aukafundur í bæjarráði svo fljótt sem verða má.  Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa þegar krafist slíks fundar þar sem samþykkt verður að láta kanna lögmæti aðalfundar Herjólfs ohf. segir í tilkynningu frá Páli Guðmundssyni og Arndísi Báru Ingimarsdóttur, stjórnarmönnum Herjólfs ohf.

 

 

 

Tags

Herjólfur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).