Hilmarslaut vígð á Hraunbúðum

7.Júní'19 | 08:25
hilmarslaut_vigsla_hraunb

Hilmarslaut við Hraunbúðir. Ljósmynd/hraunbudir.is

Í vikunni fór fram vígsla á nýju útisvæði austan við Hraunbúðir í blíðskaparveðri.  Kvenfélagið Líkn styrkti heimilið með rausnarlegu framlagi til að þetta svæði yrði að veruleika. Hilmar Sigurðsson (f. 26.04.1921-27.09.2014) var heimilismaður á Hraunbúðum. 

Hann arfleiddi Líkn að fjármunum eftir sinn dag sem félagið lét renna til þessa verkefnis. Svæðið ber því nafnið Hilmarslaut. Á svæðinu er stórt beð þar sem ætlunin er að rækta jarðarber og kál. Þá er tveggja manna róla, gosbrunnur o.fl sem eykur á gleði og örvar skynjun heimilismanna, segir í frétt á vef Hraunbúða. 

Fjöldi fólks var viðstatt vígsluna þar sem Tómas yfirbryti og starfsfólk buðu upp á grillmat, gos og sherry.  Edda Ólafsdóttir formaður Líknar sagði nokkur orð ásamt Sólrúnu Gunnarsdóttur, deildarstjóra og Helgu Jóhönnu Harðardóttur, formanns fjölskylduráðs sem þakkaði fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar fyrir þann hlýhug sem Líkn sýndi við þetta tækifæri.

Fleiri myndir frá vígslunni má sjá hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%