Hilmarslaut vígð á Hraunbúðum

7.Júní'19 | 08:25
hilmarslaut_vigsla_hraunb

Hilmarslaut við Hraunbúðir. Ljósmynd/hraunbudir.is

Í vikunni fór fram vígsla á nýju útisvæði austan við Hraunbúðir í blíðskaparveðri.  Kvenfélagið Líkn styrkti heimilið með rausnarlegu framlagi til að þetta svæði yrði að veruleika. Hilmar Sigurðsson (f. 26.04.1921-27.09.2014) var heimilismaður á Hraunbúðum. 

Hann arfleiddi Líkn að fjármunum eftir sinn dag sem félagið lét renna til þessa verkefnis. Svæðið ber því nafnið Hilmarslaut. Á svæðinu er stórt beð þar sem ætlunin er að rækta jarðarber og kál. Þá er tveggja manna róla, gosbrunnur o.fl sem eykur á gleði og örvar skynjun heimilismanna, segir í frétt á vef Hraunbúða. 

Fjöldi fólks var viðstatt vígsluna þar sem Tómas yfirbryti og starfsfólk buðu upp á grillmat, gos og sherry.  Edda Ólafsdóttir formaður Líknar sagði nokkur orð ásamt Sólrúnu Gunnarsdóttur, deildarstjóra og Helgu Jóhönnu Harðardóttur, formanns fjölskylduráðs sem þakkaði fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar fyrir þann hlýhug sem Líkn sýndi við þetta tækifæri.

Fleiri myndir frá vígslunni má sjá hér.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).