Fréttatilkynning frá Vestmannaeyjabæ:

Töluverðar breytingar á stjórn Herjólfs ohf.

- bæði formaður og varaformaður fara úr stjórninni

31.Maí'19 | 16:48
DRON_11

Eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar er að taka við nýrri ferju sem væntanleg er hingað til lands um miðjan júní.

Í dag var haldinn aðalfundur Herjólfs ohf. Á fundinum var kosin ný stjórn.

Stjórnin er skipuð þeim Agnesi Einarsdóttur, Arndísi Báru Ingimarsdóttur, Arnari Péturssyni, Guðlaugi Friðþórssyni og Páli Guðmundssyni. Í varastjórn sitja Aníta Jóhannsdóttir og Birna Þórsdóttir.

Úr stjórninni fara þeir Grímur Þór Gíslason og Lúðvík Bergvinsson. Grímur og Lúðvík hafa tekið þátt í verkefninu frá upphafi, tóku þátt í samningum bæjarins við ríkið um yfirtöku á rekstrinum og hafa leitt starf fráfarandi stjórnar og komið verkefninu vel á veg.

Vestmannaeyjabær þakkar þeim félögum Grími og Lúðvík fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og verkefnisins og óskar nýskipaðri stjórn Herjólfs ohf. velfarnaðar í sínum störfum, segir í tilkynningu frá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar. 

 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).