Goslokahátíð 2019 - 100 ára afmæli Vestmannaeyja

Stórtónleikar, sing-along í Skvísusundi og skrall á Skipasandi

Goslokahátíð og 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar fagnað með glæsilegri hátíð 5.–7. júlí nk.

31.Maí'19 | 16:55
Sjómannad_hofn_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Á þessari veglegu hátíð rekur hver stórviðburðurinn annan, enda ærið tilefni til. Hátíðin hefst föstudaginn 5. júlí 2019 með setningu og afmælisávarpi á Skanssvæðinu. 

Vestmannaeyjabær býður svo á tvenna stórtónleika í Íþróttamiðstöðinni þar sem fram koma margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins, s.s. Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Júníus Meyvant, Silja Elsabet, Sverrir Bergman, Halldór Gunnar Pálsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir ásamt einvalaliði hljóðfæraleikara undir stjórn Jóns Ólafssonar. Goslokalagið 2019 verður flutt. Auk þess kemur strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands fram á tónleikunum, sem og Karlakór Vestmannaeyja og Lúðrasveit Vestmannaeyja. 

Landsbankinn og Ísfélag Vestmannaeyja bjóða upp á fjölbreytta barna- og fjölskylduskemmtun í miðbænum í anda fyrri ára. Fyrir unglinga verður m.a. boðið í sundlaugapartý með Ingó veðurguð og til Pop-quiz keppni á föstudagskvöldinu.

Á laugardagskvöldinu verður öllu tjaldað til og stefnt að því að hefja kvöldið af krafti fyrr en oft áður. Þetta er kvöld okkar ástsælu Eyjatónlistarmanna. Meðal þeirra sem fram koma eru; Eymannafélagið, Leó Snær Sveinsson, Captin Morgan og Brimnes. Byrjað verður að syngja og spila í Skvísusundi með einskonar afturkalli til fortíðar og þegar líður að miðnætti hefst dansleikur og króarráp á Skipasandi.

Að vanda verða svo opnar listasýningar um allan bæ frá fimmtudegi til sunnudags. Þar sýna þau Hulda Hákon og Jón Óskar, Sigurfinnur Sigurfinsson (teiknikennari), Svabbi Steingríms., Gíslína o.fl. verk fyrir alla listunnara og aðra áhugasama. Opið hús og garður í Hippakoti og listasmiðju Arnórs og Helgu.

Hvetjum alla sem völ hafa á til að taka helgina frá og fagna með okkur.

Þeir sem hafa áhuga á að koma á framfæri sýningum eða viðburðum í tengslum við helgina er bent á að hafa samband við Kristínu Jóhannsdóttur á netfangið kristin@vestmannaeyjar.is

Nánari dagskrá og tímasetning viðburða verður send þegar nær dregur hátíðinni.

 

Goslokanefnd

100 ára afmælisnefnd

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).