Georg Eiður Arnarson skrifar:

Sjómannadagurinn 2019

31.Maí'19 | 22:57
einsi-kaldi-8882

Greinarhöfundur ræðir hér við Einsa Kalda á bryggjunni í Eyjum.

Vertíðin í ár var frekar óvenjuleg og virtist byrja aðeins seinni heldur en vanalega, en eins og undan farin ár, gríðarleg veiði. Það stendur hins vegar ofarlega í huga mér eins og annarra Eyjamanna, vonbrigðin yfir því að ekki skyldi vera gefinn út neinn loðnukvóti og að sjálfsögðu finna allir í bæjarfélaginu fyrir því. 

Það voru væntingar alveg fram undir það síðasta að eitthvað yrði gefið út og svolítið sérstakt að heyra þaul reynda uppsjávarskipstjóra tala um að það sem sést hefði af loðnu væri ekkert ósvipað og undan farin ár, en mest bar þó á loðnu hér við Eyjar þó nokkuð eftir að Hafró hafði lokið leit sinni, sem aftur er frekar óvenjulegt enda mun seinna en vanalega. 

Ef það er hægt að tala um eitthvað jákvætt við það að ekki séu leyfðar loðnuveiðar, þá er það það að reynslan hefur kennt okkur það að í framhaldi af þeim árum þar sem loðnuveiðar eru ekki leyfðar, hafi oft komið upp mjög góð ár og jafnvel dæmi um loðnuveiðar upp á jafnvel milljón tonn. 

Önnur hlið á þessu er svo aftur sú innspýting inn í lífríki sjávar sem engar loðnuveiðar hljóta að gera. Það hlýtur því að vera nokkuð augljóst að fram undan séu töluverðar líkur á auknum aflaheimildum og maður spyr sig svolítið hvort að útgerðir og sjávarbyggðir eigi ekki að gera þá kröfu á vísindamenn Hafró, um að svona bann eins og á loðnuveiðum á þessari vertíð skili sér síðar meir og þá um leið útskýringar á því ef svo verður ekki. 

Hversu oft hefur maður ekki heyrt vísindamann segja að ef ekki verði farið að útreikningum þeirra, þá hafi það slæmar afleiðingar og svo aftur þegar að dæmið gengur ekki upp, já þetta voru bara tillögur, það er ráðherra sem ræður. 

Flestir sjómenn sem ég ræddi við á vertíðinni eru á þeirri skoðun, að það hefði verið óhætt að leyfa allt að 100 þúsund tonna loðnukvóta. Allir sjómenn eru á þeirri skoðun, að það þurfi að auka við þorskkvótann miðað við stöðuna á miðunum og svo sannarlega gætum við sem byggjum alla afkomu okkar á sjávarútvegi svo sannarlega þegið viðbótina. En það verður spennandi að sjá tillögur Hafró.

Óska öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sjómannadags.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).