Ekki verið meira af lunda í Eyjum í mörg ár

31.Maí'19 | 14:55
IMG_7575

Lundastofninn í Eyjum er á uppleið. Ljósmynd/TMS

Um helgina hefst árleg vöktun lundastofnsins þegar náttúruvísindamenn hefja rannsóknarferð um landið. Eftir mjög döpur ár í stærstu lundabyggð landsins í Vestmannaeyjum virðist stofninn þar á uppleið. Lundinn étur sandsíli og er því sterkastur þar sem mikið er af síli.

Loðnan var helsta fæða lundans, einkum fyrir norðan land, en segja má að hann hafi á síðustu árum breytt matseðlinum. Eftir að ásand loðnunnar versnaði varð lundinn alfarið háður sandsíli til átu. Og þar sem sílið dafnar vel eru lundabyggðirnar sterkar og rannsóknir hafa sýnt að lundinn verði að hafa aðgang að sandsíli til að varp takist, segir í frétt á vefsíðu Ríkisútvarpsins.

Besta vor lundans í Eyjum síðan fyrir aldamót

Lundastofninn er sterkastur á norðanverðu landinu, frá Ísafjarðardjúpi austur á Borgarfjörð eystra. Sunnar á Austfjörðum er ástandið lakara. Ástandið í Vestmannaeyjum hefur lengi verið mjög dapurt en Erpur Snær Hansen, líffræðingur hjá Náttúrstofu Suðurlands, segir að þar sé lundinn á uppleið. Í fyrra hafi til dæmis verið besta pysjuár í Eyjum frá því farið var að skrá pysjubjörgun árið 2003. Og ekki hafi sést meira af lunda í brekkunum í Eyjum að vorlagi síðan fyrir aldamót. „Hinsvegar gerðist það nú líka að helmingurinn af ungunum drapst í sumar en það sem eftir lifið náði þó á væng. Og það sem eru kannski ennþá betri fréttir er að þeir voru frekar þungir, eða í eðlilegri þyngd. Og það skiptir eiginlega jafn miklu máli eins og fjöldinn.“

Ruv.is greinir frá. Nánar má lesa um málið hér.

Tags

Lundinn

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.