Sjómannadagshelgin framundan - sjáðu dagskrána

28.Maí'19 | 05:32
dorg_2016

Dorgveiðikeppni Sjóve og Jötuns verður á sínum stað í dagskrá Sjómannadagshelgarinnar. Ljósmynd/TMS

Á sunnudaginn næstkomandi verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Að venju hefst dagskráin í tengslum við Sjómannadaginn á fimmtudaginn og er þétt dagskrá framundan. Hér er það sem helst ber að nefna:

FIMMTUDAGUR 30. Maí

Kl 18:00 Ölstofa The Brothers Brewery Sjómannabjórinn 2019 Beddi kemur á dælu við hátíðlega athöfn.
21:00 Hatari í Alþýðuhúsinu. Hatari fagnar hruni siðmenningarinnar eftir eldskírn á altari evrópskra sjónvarpsstöðva

FÖSTUDAGUR 31. Maí

Kl 08.00 Opna Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja. Skráning í síma 481-2363 og á golf.is
Vegleg verðlaun í boði. Mótið stækkar og stækkar á milli ára svo skráið ykkur snemma
14.00 Ölstofa The Brothers Brewery. Opið frá 14:00 – 01:00. Sjómannalög, létt og þægileg stemning.
21.00 Hjálmar í Alþýðuhúsinu. Hjálmar bregða sér á bak og fara í sína fyrstu hringferð um landið og byrja í Alþýðuhúsinu
22.00 Huldumenn í Höllinni. Rokkað til heiðurs sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Húsið opnar kl. 21.00

LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ

11.00 Dorgveiðikeppni Sjóve og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Vegleg verðlaun, stærsti fiskur, flestir fiskar o.fl.. 
Svali og Prins Póló fyrir þátttakendur.
Ölstofa The Brothers Brewery Opin frá kl. 14-01. Sjómannalög, létt og þægileg stemming
13.00 Sjómannafjör á Vigtartorgi
Séra Guðmundur Örn Jónsson blessar daginn.
Kappróður, koddaslagur, tuðrukvartmíla, lokahlaup, sjómannaþraut., foosball völlur á staðnum, þurrkoddaslagur fyrir 
krakkana. risa sundlaug með fjarstýrðum bátum. Kjörís verður á bryggjunni að gefa ís og kynna nýjungar. SS mætir og 
grillar í fólkið, flossala.
Ribsafari býður ódýrar ferðir. 
Hoppukastalar.
Drullusokkar mótorhjólaklúbbur verða með opið í á Skipasand og sýna fáka sína.

18.00 Meistaradeildarleikurinn sýndur á Háaloftinu.

19.30 Höllin Hátíðarsamkoma Sjómannadagsráðs, Hallarinnar og Einsa Kalda.
20.00 Hátíðarkvöldverður að hætti Einsa Kalda.
Veislustjóri Gísli Einarsson
Skemmtun með Jónsa og Stebba Hilmars
Leó Snær kveikir í liðinu fyrir ballið 
Stuðlabandið skemmtir og spilar á balli ásamt Stebba Hilmars og Jónsa
Borðapantanir í mat og ball events@allevents.is / einsikaldi@einsikaldi.is

SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ

10.00 Fánar dregnir að húni
13.00 Sjómannamessa í Landakirkju. Séra Guðmundur Örn Jónsson predikar og þjónar fyrir altari.
Eftir messu. Minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. 
Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög.
Blómsveigur lagður að minnisvarðanum.
Snorri Óskarsson stjórnar athöfninni. Ölstofa The Brothers Brewery opin frá kl. 14-21. Sjómannalög, létt og þægileg stemming.

Heimild: Facebook-síða Sjómannadagsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%