Áætlað að nýr Herjólfur komi til Eyja um miðjan næsta mánuð

28.Maí'19 | 16:32
DRON_05

Búast má við að Herjólfur IIII komi til Eyja um miðjan næsta mánuð. Ljósmynd/Crist S.A.

Í gær náðist loks samkomulag á milli Vegagerðarinnar og Crist S.A. um afhendingu nýrrar Vestmannaeyjaferju. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að þeir muni senda áhöfn um og eftir helgi til Póllands til að undirbúa heimsiglingu. 

„Ég geri ráð fyrir að nýja ferjan verði afhent í byrjun næstu viku – þó ekki á mánudaginn. Við þurfum einhverja daga í að gera sjóklárt og undirbúa heimsiglingu. Eins og áætlun okkar miðar í dag geri ég ráð fyrir að við náum að sigla frá Póllandi þann 9. júní. Heimsigling tekur um 6 sólarhringa þannig að við ættum að geta verið hér um miðjan mánuðinn.” segir Guðbjartur.

Eftirvænting og gleði

Hann segir að nú einbeiti þau sér að því að stytta eins og kostur er tímann sem tekur að koma nýju ferjunni í rekstur og vonandi verða það ekki nema 10 til 15 dagar.

„Þetta gerðist allt nokkuð hratt og því hefur tíminn farið í að skipuleggja ferðina út og koma nauðsynlegum verkefnum í gang þar. Við eigum svo eftir að nýta þessa daga fram að heimsiglingu vel í að undirbúa það sem bíður okkur hér heima.

Það brosa hér allir sínu breiðasta og eftirvænting og gleði er mikil. Það er ekki annað hægt að segja en bara til hamingju allir því Herjólfur er á leiðinni heim.” segir Guðbjartur.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.