Áætlað að nýr Herjólfur komi til Eyja um miðjan næsta mánuð

28.Maí'19 | 16:32
DRON_05

Búast má við að Herjólfur IIII komi til Eyja um miðjan næsta mánuð. Ljósmynd/Crist S.A.

Í gær náðist loks samkomulag á milli Vegagerðarinnar og Crist S.A. um afhendingu nýrrar Vestmannaeyjaferju. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að þeir muni senda áhöfn um og eftir helgi til Póllands til að undirbúa heimsiglingu. 

„Ég geri ráð fyrir að nýja ferjan verði afhent í byrjun næstu viku – þó ekki á mánudaginn. Við þurfum einhverja daga í að gera sjóklárt og undirbúa heimsiglingu. Eins og áætlun okkar miðar í dag geri ég ráð fyrir að við náum að sigla frá Póllandi þann 9. júní. Heimsigling tekur um 6 sólarhringa þannig að við ættum að geta verið hér um miðjan mánuðinn.” segir Guðbjartur.

Eftirvænting og gleði

Hann segir að nú einbeiti þau sér að því að stytta eins og kostur er tímann sem tekur að koma nýju ferjunni í rekstur og vonandi verða það ekki nema 10 til 15 dagar.

„Þetta gerðist allt nokkuð hratt og því hefur tíminn farið í að skipuleggja ferðina út og koma nauðsynlegum verkefnum í gang þar. Við eigum svo eftir að nýta þessa daga fram að heimsiglingu vel í að undirbúa það sem bíður okkur hér heima.

Það brosa hér allir sínu breiðasta og eftirvænting og gleði er mikil. Það er ekki annað hægt að segja en bara til hamingju allir því Herjólfur er á leiðinni heim.” segir Guðbjartur.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).