Uppfærð frétt

Nýr Herjólfur afhentur Vegagerðinni á næstu dögum

- samkomulag hefur náðst um afhendingu nýs Herjólfs

27.Maí'19 | 15:26
cam_timelapse_03

Nýr Herjólfur verður afhentur Vegagerðinni á næstu dögum. Mynd/Crist S.A

Samkvæmt öruggum heimildim Eyjar.net náðist í dag samkomulag á milli pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. og Vegagerðarinnar um uppgjör á nýrri Vestmannaeyjaferju, en sem kunnugt er hefur afhending skipsins dregist um nokkra mánuði vegna deilu um breytingar og viðbótarverk.

Samkvæmt heimildum Eyjar.net verður skipið afhent Vegagerðinni formlega í Póllandi síðar í þessari viku. Ljóst er að það mun taka nokkrar vikur frá því að skipið er afhent og þar til að hægt verður að koma því í áætlun á milli lands og Eyja. Bæði á eftir að koma áhöfn út og svo tekur við sigling heim. Þá á eftir að æfa áhöfnina til siglinga á milli lands og Eyja.

Uppfært:

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að skipasmíðastöðin Crist S.A. hafi samþykkt tilboð Vegagerðarinnar um lokauppgjör vegna smíði Herjólfs og styttist því í að ferjan verði afhent.  Tilboðið hefur verið samþykkt en samningar hafa ekki verið undirritaðir en vænta má þess að það verði gert fljótlega. Tilboðið var sent skipasmíðastöðinni í morgun. 

Vegagerðin hefur átt í stífum samningaviðræðum við skipasmíðastöðina frá því í lok febrúar þegar ljóst var að stöðin krefðist viðbótargreiðslu upp á  8,9 milljónir Evra. Sú krafa var að mati Vegagerðarinnar ekki í samræmi við efni samnings um smíði skipsins.  Í núverandi sáttagerð hefur Vegagerðin fallist á að greiða stöðinni viðbót við smíðaverð upp á 1,5 milljónir Evra auk þess að falla frá kröfu um tafabætur að andvirði 2 milljóna evra. Það er álit Vegagerðarinnar að með þessu sé fram komin lausn sem báðir aðilar geta við unað um leið og forðað verði  frekara tjóni vegna tafa á afhendingu skipsins. 

Vegagerðin fagnar því að þessi óvenjulega deila er leyst og að það styttist að nýr Herjólfur komi til landsins.  Það er langþráð tilhlökkunarefni að fá nýtt skip í siglingar milli lands og Eyja og bæta þannig samgöngur á þessari mikilvægu siglingarleið.  

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).