Herjólfsdeilan:

Styttist í niðurstöðu

24.Maí'19 | 14:57
DRON_08

Ný Vestmannaeyjaferja við bryggju á athafnarsvæði Crist S.A. Ljósmynd/Crist S.A.

Enn er óleyst deila á milli Vegagerðarinnar og pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. um viðbótarverk og lokauppgjör á nýrri Vestmannaeyjaferju. 

Eyjar.net greindi frá því fyrr í vikunni að fundað hafi verið með viðskiptabanka pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A., sem er með ábyrgðirnar, skipasmíðastöðinni og fulltrúum Vegagerðarinnar þar á meðal forstjóra Vegagerðarinnar, Bergþóru Þorkelsdóttur í Varsjá í Póllandi. 

Ekki setið með hendur í skauti

G. Pétur Matthíasson, upplýsingarfulltrúi Vegagerðarinnar sagði í samtali við Eyjar.net fyrr í dag að staðan sé óbreytt, og að áfram sé unnið í málinu. Ritstjóri Eyjar.net benti upplýsingafulltrúanum á að Eyjamönnum þyrsti í fréttir af viðræðunum, enda búnir að bíða býsna lengi eftir nýrri ferju. 

„Óhjákvæmilega styttist í niðurstöðu en ég get ekkert sagt um hvenær það getur orðið, því miður” segir hann og bætir við að það sé skiljanlegt að fólk þyrsti í upplýsingar en meðan viðræður séu í gangi er óhægt um vik að segja frá því, enda verður ekki samið í fjölmiðlum. „En það er ekki setið með hendur í skauti, það er alveg öruggt.”

 

Tags

Herjólfur

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.