Herjólfsdeilan:

Styttist í niðurstöðu

24.Maí'19 | 14:57
DRON_08

Ný Vestmannaeyjaferja við bryggju á athafnarsvæði Crist S.A. Ljósmynd/Crist S.A.

Enn er óleyst deila á milli Vegagerðarinnar og pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. um viðbótarverk og lokauppgjör á nýrri Vestmannaeyjaferju. 

Eyjar.net greindi frá því fyrr í vikunni að fundað hafi verið með viðskiptabanka pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A., sem er með ábyrgðirnar, skipasmíðastöðinni og fulltrúum Vegagerðarinnar þar á meðal forstjóra Vegagerðarinnar, Bergþóru Þorkelsdóttur í Varsjá í Póllandi. 

Ekki setið með hendur í skauti

G. Pétur Matthíasson, upplýsingarfulltrúi Vegagerðarinnar sagði í samtali við Eyjar.net fyrr í dag að staðan sé óbreytt, og að áfram sé unnið í málinu. Ritstjóri Eyjar.net benti upplýsingafulltrúanum á að Eyjamönnum þyrsti í fréttir af viðræðunum, enda búnir að bíða býsna lengi eftir nýrri ferju. 

„Óhjákvæmilega styttist í niðurstöðu en ég get ekkert sagt um hvenær það getur orðið, því miður” segir hann og bætir við að það sé skiljanlegt að fólk þyrsti í upplýsingar en meðan viðræður séu í gangi er óhægt um vik að segja frá því, enda verður ekki samið í fjölmiðlum. „En það er ekki setið með hendur í skauti, það er alveg öruggt.”

 

Tags

Herjólfur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.