Reiknilíkan fyrir öldur og strauma við Landeyjahöfn

- Sunna Viðarsdóttir kynnti í dag meistararitgerð sína í umhverfisverkfræði

23.Maí'19 | 19:17
galilei_a_milli_garda

Dýpkað í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Sunna Viðarsdóttir starfsmaður Vegagerðarinnar á siglingasviði kynnti í dag meistararitgerð sína sem fjallar um reiknilíkan fyrir öldur og strauma við Landeyjahöfn. 

Þörf er á betri skilningi á sandflutningum við höfnina, t.d. svo hægt sé að skipuleggja fyrirbyggjandi dýpkunaraðgerðir út frá veðurspám og því kemur þetta reiknilíkan sér vel, segir í frétt á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Landeyjahöfn er staðsett á suðurströnd Íslands, sandströnd sem er útsett fyrir háum, orkumiklum öldum og með miklum sandflutningum. Frá opnun hafnarinnar árið 2010 hefur hún oft verið lokuð á veturna þar sem ekki hefur tekist að viðhalda öruggu siglingadýpi.

Þrátt fyrir tíðar dýptarmælingar og öldu-, straum-, og vindmælingar er þörf á betri skilningi á sandflutningum á svæðinu, t.d. svo hægt sé að skipuleggja fyrirbyggjandi dýpkunaraðgerðir út frá veðurspám. Markmið verkefnisins var að gera tvívítt reiknilíkan af öldum og straumum sem hægt væri að nota sem grunn fyrir hermun á sandflutningum við Landeyjahöfn.

Sjá nánar hér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.