Reiknilíkan fyrir öldur og strauma við Landeyjahöfn

- Sunna Viðarsdóttir kynnti í dag meistararitgerð sína í umhverfisverkfræði

23.Maí'19 | 19:17
galilei_a_milli_garda

Dýpkað í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Sunna Viðarsdóttir starfsmaður Vegagerðarinnar á siglingasviði kynnti í dag meistararitgerð sína sem fjallar um reiknilíkan fyrir öldur og strauma við Landeyjahöfn. 

Þörf er á betri skilningi á sandflutningum við höfnina, t.d. svo hægt sé að skipuleggja fyrirbyggjandi dýpkunaraðgerðir út frá veðurspám og því kemur þetta reiknilíkan sér vel, segir í frétt á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Landeyjahöfn er staðsett á suðurströnd Íslands, sandströnd sem er útsett fyrir háum, orkumiklum öldum og með miklum sandflutningum. Frá opnun hafnarinnar árið 2010 hefur hún oft verið lokuð á veturna þar sem ekki hefur tekist að viðhalda öruggu siglingadýpi.

Þrátt fyrir tíðar dýptarmælingar og öldu-, straum-, og vindmælingar er þörf á betri skilningi á sandflutningum á svæðinu, t.d. svo hægt sé að skipuleggja fyrirbyggjandi dýpkunaraðgerðir út frá veðurspám. Markmið verkefnisins var að gera tvívítt reiknilíkan af öldum og straumum sem hægt væri að nota sem grunn fyrir hermun á sandflutningum við Landeyjahöfn.

Sjá nánar hér.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%