Reiknilíkan fyrir öldur og strauma við Landeyjahöfn

- Sunna Viðarsdóttir kynnti í dag meistararitgerð sína í umhverfisverkfræði

23.Maí'19 | 19:17
galilei_a_milli_garda

Dýpkað í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Sunna Viðarsdóttir starfsmaður Vegagerðarinnar á siglingasviði kynnti í dag meistararitgerð sína sem fjallar um reiknilíkan fyrir öldur og strauma við Landeyjahöfn. 

Þörf er á betri skilningi á sandflutningum við höfnina, t.d. svo hægt sé að skipuleggja fyrirbyggjandi dýpkunaraðgerðir út frá veðurspám og því kemur þetta reiknilíkan sér vel, segir í frétt á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Landeyjahöfn er staðsett á suðurströnd Íslands, sandströnd sem er útsett fyrir háum, orkumiklum öldum og með miklum sandflutningum. Frá opnun hafnarinnar árið 2010 hefur hún oft verið lokuð á veturna þar sem ekki hefur tekist að viðhalda öruggu siglingadýpi.

Þrátt fyrir tíðar dýptarmælingar og öldu-, straum-, og vindmælingar er þörf á betri skilningi á sandflutningum á svæðinu, t.d. svo hægt sé að skipuleggja fyrirbyggjandi dýpkunaraðgerðir út frá veðurspám. Markmið verkefnisins var að gera tvívítt reiknilíkan af öldum og straumum sem hægt væri að nota sem grunn fyrir hermun á sandflutningum við Landeyjahöfn.

Sjá nánar hér.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.