Merkilegur fulltrúi árabáta-aldanna

- sýningin er opin á virkum dögum kl. 08-17

20.Maí'19 | 13:36
Farsæll - sýning[211456]

Ljósmynd/aðsend

Á föstudaginn sl. opnuðu Sagnheimar nýja sýningu á jarðhæð Þekkingarsetursins, Ægisgötu 2. Þar hefur sexæringnum Farsæli, byggður 1872, verið komið fyrir sem minnisvarða árabátanna ásamt sögu hans og mynd af gamla Skipasandinum frá 1907.

Farsæll var byggður í Landeyjum árið 1872 og var upphaflega fjórróinn en síðan breytt í sexæring. Þorsteinn Víglundsson bjargaði bátnum til Eyja árið 1956. Einar í Betel reddaði flutningi frá Landeyjum og Helgi í Ben sá síðan um að flytja hann hingað með Skaftfellingi. Fyrst var honum komið fyrir uppi á lofti í Gagnfræðaskólanum þar sem Eggert Ólafsson bátasmiður og fleiri dittuðu að honum.

Árið 1978 kom hann síðan inná Byggðasafn Vestmannaeyja í Safnahúsi. Við breytingar á safninu árið 2011 var Farsæli komið fyrir í Fiskiðjunni og síðan úti á Skipasandi hinum nýrri.

Einn merkasti gripur safnsins

Við eftirlit Sambands íslenskra sjómannasafna sl. ár var safnstjóra bent á að Farsæll væri merkilegur fulltrúi árabáta-aldanna og líklega einn af elstu bátunum sem enn væri til hér á landi. Hér væri því líklega um einn merkasti gripur safnsins og hann lægi undir verulegum skemmdum þar sem hann væri nú.

Hafist var þá handa með aðstoð Vestmannaeyjabæjar, Safnaráðs og fleiri góðra manna að reyna að bjarga bátnum. Honum hefur nú verið komið fyrir á jarðhæð Þekkingarseturs og er því sem næst staðsettur þar sem Skipasandurinn gamli var. Vegginn fyrir aftan hann prýðir gömul mynd frá Skipasandinum sem tekin var árið 1907 og var í eigu Þjóðminjasafns.

Ívar Gunnarsson bátasmiður hefur séð um að meðhöndla Farsæl eftir öllum kúnstarinnar reglum enda báturinn aldursfriðaður og mikilvægt að reyna að stoppa frekari hrörnun. Sæþór Vídó sá um hönnum bakmyndar. Maggi skóstar um prentun. Magnús Bragason um teikningar og útfærslu.

Verkefnið er hluti af 100 ára kaupstaðaafmæli Vestmannaeyjabæjar. Hér að neðan má sjá myndband sem Halldór B. Halldórsson tók við opnun sýningarinnar. 

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.