ÍBV íþróttafélag:

Fundi frestað í fjórða sinn

- ekki löglega til fundarins boðað nú

17.Maí'19 | 08:32

Illa gengur að koma á aðalfundi ÍBV-íþróttafélags. Í gær var fundinum frestað í fjórða sinn. Í nýjasta fundarboðinu segir að aðalfundur ÍBV íþróttafélags verði haldinn miðvikudaginn 22. maí kl. 17:15 í Týsheimilinu. 

Færa þurfti fundinn út af leik meistaraflokks kvenna í knattspyrnu sem fyrirhugaður er þriðjudaginn 21. maí. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, segir í fundarboði aðalstjórnar ÍBV íþróttafélags.

Til aðalfundar skal boðað með minnst tveggja og mest fjögurra vikna fyrirvara

Athygli vekur að skv. 8 gr. laga félagsins stendur: 

„Aðalfundur félagsins er æðsta vald félagsins. Hann skal halda einu sinni á ári, eigi síðar en 1. maí ár hvert. Til aðalfundar skal boðað með minnst tveggja og mest fjögurra vikna fyrirvara í almennri auglýsingu í Vestmannaeyjum.”

Eyjar.net spurði Jóhann Pétursson, hæstaréttarlögmann og fyrrverandi formann ÍBV íþróttafélags um hvort þessi boðun væri ekki gegn lögum félagsins?

„Lög ÍBV íþróttafélags eru skýr um að boða skal til aðalfundar með minnst tveggja vikna fyrirvara. Það eru engin ákvæði í lögunum sem veita undanþágu frá þessari lagaskyldu.  Í 8. gr. er hnykkt á því að aðalfundur telst löglegur sé löglega til hans boðað.” segir Jóhann.

Lög félagsins eru aðalfundi æðri

Aðspurður um hvort hægt sé að leita afbrigða í upphafi fundar þá er svarið við því neitandi, segir Jóhann. „Lög félagsins eru aðalfundi æðri. Ef boðun á fundi er ekki skv. lögunum þá varðar það einnig þá félagsmenn sem komust ekki á fundinn vegna þess að boðun var ekki lögmæt. Engin heimild er til að leita afbrigða. 

Í lögum um einkahlutafélög er t.d. ákvæði sem segir að falla megi frá formreglum um m.a. boðun ef allir hluthafar sækja hluthafafund og eru sammála um það. Í besta falli væri því hægt að segja að ef allir félagsmenn ÍBV íþróttafélags myndu sækja fundinn og samþykkja að falla frá formreglum þá væri hægt að rökstyðja lögmæti fundarins.” 

Jóhann tekur það hins vegar fram að lög um einkahlutafélög gilda ekki um ÍBV íþróttafélag og engin heimild er í lögum ÍBV að falla frá lögmætri boðun.  

Hefði verið hægt að setja fund, skipa fundarstjóra og leggja fram tillögu um að fresta þeim fundi

„Það hefði verið hægt að halda síðasta fund sem löglega var boðaður, setja fundinn, skipa fundarstjóra og leggja fram tillögu um að fresta þeim fundi t.d. í einn dag eða viku eða tvær. Það hefði verið löglegt til að framhalda fundinum síðar en það var ekki gert og enginn fundur var haldinn skv. löglegri boðun.”

Og hvað er þá framhaldið, hvað er hægt að gera? 

Fyrst og síðast ef halda á löglegan aðalfund hjá ÍBV íþróttafélagi þá þarf að boða til hans með löglegum hætti þ.e. tveggja vikna fresti t.d. með boðun á heimasíðu ÍBV íþróttafélags.  Annars er verið að fara að stefna félagsmönnum á ólögmætan fund hugsanlega í þeirri von að enginn láti á það reyna.  En það getur hver sem er, félagsmaður í ÍBV íþróttafélagi, hvort sem hann mætir á fundinn eða ekki gert athugasemdir t.d. til ÍBV bandalagsins eða ÍSÍ.  Síðan getur þetta verið spurning um lögmæti ákvarðana aðalstjórnar í framhaldinu þ.e. ef fundurinn er ólögmætur og aðalstjórn því ekki kosin með lögmætum hætti.  Það er erfitt að sjá fyrir endann á þessu máli, segir Jóhann Pétursson.

 

Tags

ÍBV

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).