Nýr Herjólfur fullbúinn í Póllandi - myndir

13.Maí'19 | 11:06
DRON_04

Herjólfur á athafnasvæði Crist S.A.

Nýsmíðuð ferja fyrir Vegagerðina sem á að þjónusta Eyjamenn og gesti þeirra liggur enn bundin við bryggju í Gdynia í Póllandi, fullbúin og búin að vera það í nokkrar vikur. Líkt og áður hefur komið fram er ágreiningur uppi á milli Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar um uppgjör.

Sjá einnig: Leita eftir sáttum við Vegagerðina

Línurnar ættu að fara að skýrast

G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar, segir í sam­tali við mbl.is nú í morgun að hann geti ekki gefið upp ná­kvæm­lega hvað fari nú fram í viðræðunum, en seg­ir að lín­ur ættu von­andi að skýr­ast fyrr en síðar.

Þá kemur fram í frétt mbl.is að Vega­gerðin hafi ætíð boðið þá leið sem nú er rætt um, þ.e. að Vega­gerðin greiði upp­sett verð fyr­ir ferj­una en deila um viðbót­ar­greiðslur sem stöðin tel­ur sig eiga rétt á fari fyr­ir gerðardóm. Ef til kæmi yrði sá gerðardóm­ur ís­lensk­ur, eins og samn­ing­ur Vega­gerðar­inn­ar og Crist S.A. kveður á um.

Þá seg­ir G. Pét­ur að Vega­gerðin hafi ekki aft­ur­kallað kröfu um greiðslu úr ábyrgðartrygg­ingu Crist S.A. 

Ritstjóri Eyjar.net fékk aðgang að skipinu fyrir helgi í fylgd þeirra pólsku sem höfðu umsjón með smíðinni og myndaði það sem fyrir augu bar. Þær myndir má sjá hér að neðan. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.