Nýr Herjólfur fullbúinn í Póllandi - myndir
13.Maí'19 | 11:06Nýsmíðuð ferja fyrir Vegagerðina sem á að þjónusta Eyjamenn og gesti þeirra liggur enn bundin við bryggju í Gdynia í Póllandi, fullbúin og búin að vera það í nokkrar vikur. Líkt og áður hefur komið fram er ágreiningur uppi á milli Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar um uppgjör.
Sjá einnig: Leita eftir sáttum við Vegagerðina
Línurnar ættu að fara að skýrast
G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir í samtali við mbl.is nú í morgun að hann geti ekki gefið upp nákvæmlega hvað fari nú fram í viðræðunum, en segir að línur ættu vonandi að skýrast fyrr en síðar.
Þá kemur fram í frétt mbl.is að Vegagerðin hafi ætíð boðið þá leið sem nú er rætt um, þ.e. að Vegagerðin greiði uppsett verð fyrir ferjuna en deila um viðbótargreiðslur sem stöðin telur sig eiga rétt á fari fyrir gerðardóm. Ef til kæmi yrði sá gerðardómur íslenskur, eins og samningur Vegagerðarinnar og Crist S.A. kveður á um.
Þá segir G. Pétur að Vegagerðin hafi ekki afturkallað kröfu um greiðslu úr ábyrgðartryggingu Crist S.A.
Ritstjóri Eyjar.net fékk aðgang að skipinu fyrir helgi í fylgd þeirra pólsku sem höfðu umsjón með smíðinni og myndaði það sem fyrir augu bar. Þær myndir má sjá hér að neðan.

Bók Bjarna í Bónus
2.Desember'19Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá
15.Apríl'19Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-