Nýr Herjólfur fullbúinn í Póllandi - myndir

13.Maí'19 | 11:06
DRON_04

Herjólfur á athafnasvæði Crist S.A.

Nýsmíðuð ferja fyrir Vegagerðina sem á að þjónusta Eyjamenn og gesti þeirra liggur enn bundin við bryggju í Gdynia í Póllandi, fullbúin og búin að vera það í nokkrar vikur. Líkt og áður hefur komið fram er ágreiningur uppi á milli Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar um uppgjör.

Sjá einnig: Leita eftir sáttum við Vegagerðina

Línurnar ættu að fara að skýrast

G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar, segir í sam­tali við mbl.is nú í morgun að hann geti ekki gefið upp ná­kvæm­lega hvað fari nú fram í viðræðunum, en seg­ir að lín­ur ættu von­andi að skýr­ast fyrr en síðar.

Þá kemur fram í frétt mbl.is að Vega­gerðin hafi ætíð boðið þá leið sem nú er rætt um, þ.e. að Vega­gerðin greiði upp­sett verð fyr­ir ferj­una en deila um viðbót­ar­greiðslur sem stöðin tel­ur sig eiga rétt á fari fyr­ir gerðardóm. Ef til kæmi yrði sá gerðardóm­ur ís­lensk­ur, eins og samn­ing­ur Vega­gerðar­inn­ar og Crist S.A. kveður á um.

Þá seg­ir G. Pét­ur að Vega­gerðin hafi ekki aft­ur­kallað kröfu um greiðslu úr ábyrgðartrygg­ingu Crist S.A. 

Ritstjóri Eyjar.net fékk aðgang að skipinu fyrir helgi í fylgd þeirra pólsku sem höfðu umsjón með smíðinni og myndaði það sem fyrir augu bar. Þær myndir má sjá hér að neðan. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.