Máli Kára vísað aftur til aganefndar

7.Maí'19 | 13:40
kari_ibv_ibvsport

Kári Kristján Kristjánsson. Lósmynd/ibvsport.is

Stjórn HSÍ hefur tilkynnt ÍBV að málinu hafi verið vísað til aganefndar HSÍ.  Við trúum ekki öðru en að aganefnd HSÍ taki málið upp og leiðrétti það, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV.

Nú þegar það liggur fyrir að 3 leikja bann Kára Kristjáns Kristjánssonar byggðist m.a. á röngum upplýsingum til dómara um meiðsli Heimis Óla Heimissonar þá getur ÍBV ekki annað en trúað því að fyrri úrskurði aganefndar HSÍ verði breytt og banni Kára Kristjáns aflétt, segir jafnframt í tilkynningunni.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.