Leggja fram þingsályktunartillögu um óháða úttekt á Landeyjahöfn

6.Maí'19 | 16:54
galilei_herj

Myndin er tekin um borð í Herjólfi í Landeyjahöfn. Sjá má dýpkunarskip í hafnarminninu. Ljósmynd/TMS

Allir þingmenn Suðurkjördæmis standa að þingsályktunartillögu sem lögð var fram á Alþingi í dag um að fram fari óháð úttekt á Landeyjahöfn.

Alþingi ályktar að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta hefja nú þegar óháða úttekt á Landeyjahöfn í samræmi við samgönguáætlun fyrir árin 2019–2033 og fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019–2023 og að henni verði lokið eigi síðar en 31. desember 2019, segir í tillögunni.

Er hægt að gera þær úrbætur á Landeyjahöfn að dýpkunarþörfin minnki verulega eða hverfi?

Í greinargerð með tillögunni er lagt til að úttekt óháðra aðila á Landeyjahöfn verði flýtt enda ástandið í Landeyjahöfn hvorki boðlegt íbúum Vestmannaeyja né öðrum sem treysta þurfa á greiðar samgöngur milli lands og Eyja. 

Í nefndaráliti meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar um samgönguáætlun, 172. mál og 173. mál, segir í kaflanum um sjóvarnir og hafnir: „Í fyrirliggjandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir framkvæmdum [að] endurbótum á Landeyjahöfn. Framlögum er ætlað að standa undir kostnaði við rannsóknir, öryggismál, gerð óháðrar úttektar og framkvæmdum sem auðvelda eiga að halda nægu dýpi í höfninni. Þá er gert ráð fyrir að koma upp dælum og lögnum við hafnarmynnið til að dýpka yfir veturinn.“ Tillaga þessi gengur út á það að ályktað verði að umræddri úttekt óháðra aðila skuli flýtt.

Óskað er eftir að í úttektinni verði eftirfarandi spurningum svarað: 
     1.      Er hægt að gera þær úrbætur á Landeyjahöfn að dýpkunarþörfin minnki verulega eða hverfi? 
     2.      Í hverju fælust slíkar úrbætur og hver er áætlaður kostnaður við þær? 
     3.      Ef slíkar endurbætur þættu ekki gerlegar, af tæknilegum eða fjárhagslegum ástæðum, til hvers konar dýpkunaraðferða þyrfti þá að grípa til að halda höfninni opinni allan ársins hring?    

Með tillögu þessari er lagt til að ráðherra taki ákvörðun um að hefja nú þegar úttekt á Landeyjahöfn og að henni verði lokið eigi síðar en 31. desember nk. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.