Yfirlýsing frá Handknattleiksdeild ÍBV

ÍBV krefst þess að aganefnd HSÍ endurskoði og breyti úrskurði sínum

6.Maí'19 | 11:25
kari_ibv_ibvsport

Kári Kristján Kristjánsson. Ljósmynd/ibvsport.is

ÍBV krefst þess að aganefnd HSÍ endurskoði og breyti úrskurði sínum um þriggja leikja bann Kára Kristjáns Kristjánssonar.

Dómarar leiksins sögðu þetta í agaskýrslu sinni um atvikið: „ Mat dómara er að brotið sé að framan (grænt), beint að höfði andstæðins af miklu afli (blátt), um sérstaklega hættulega aðgerð er að ræða (blátt), afleiðingar eru að leikmaður Hauka er mikið meiddur eftir atvikið og meta dómarar það þannig að afleiðingar séu mjög miklar (rautt).

ÍBV hafði áður sent aganefnd HSÍ myndskeið og bent á að skv. þeim myndskeiðum sé það Heimir Óli leikmaður Hauka sem taki Kára Kristján niður en ekki öfugt.  Niðurstaða aganefndar HSÍ var að myndböndin breyttu ekki mati dómara.

Nú liggur það fyrir að Heimir Óli er ekkert meiddur og afleiðingar af atvikinu eru engar fyrir leikmanninn en Heimir Óli lék allan leikinn sl. sunnudag.  Dómarar segja það hins vegar svart á hvítu í skýrslu sinni að Heimir Óli sé mikið meiddur eftir atvikið og að þeir, dómararnir, meti það þannig að afleiðingar séu mjög miklar (rautt).  Síðan má velta því fyrir sér hvort að þetta mat dómarana á ástandi Heimis Óla hafi orðið til þess að þeir ákváðu að sleppa því að gefa honum rauða spjaldið fyrir að ráðast á Kára Kristján að fyrra bragði og taka hann tökum.  Það er alveg óumdeilt að það gerði Heimir Óli og það er líka alveg á hreinu að slík háttsemi er beint rautt spjald.  En ekkert var gert úr þessu, hvers vegna var það?

Hvað þarf ÍBV að ganga langt til að sýna það að mat dómara á atvikinu var rangt?  Þegar að dómarar mátu að atvikið félli undir reglu 8.6 a og b þá kom fram hjá dómurum að þeirra mat væri að Heimir Óli væri mikið meiddur og afleiðingar atviksins mjög miklar.  Þetta reyndist rangt.  Ekki er vitað hvaðan upplýsingar um ástand Heimis Óla eftir atvikið komu.  Ef það kom frá Haukum og dómarar byggðu á þeim upplýsingum þá skýrir það málið.

Stjórn HSÍ getur ekki horft aðgerðarlaus á það þegar að sýnt er fram á það að rangt mat dómara er til grundvallar úrskurði aganefndar HSÍ.  Það er heimild til að breyta röngum úrskurði aganefndar HSÍ í starfsreglum nefndarinnar.

ÍBV hefur sent stjórn HSÍ bréf og krefst þess að aganefnd og stjórn HSÍ setji hagsmuni handknattleiksíþróttarinnar í forgang. Rétt á að vera rétt.  Afléttið banninu af Kára Kristjáni Kristjánssyni, það var ekki sett á á réttum forsendum og með réttar upplýsingar. 

 

F.h. Handknattleiksdeildar ÍBV

Davíð Þór Óskarsson, formaður

Tags

ÍBV HSÍ

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).