Tæplega tveggja tíma bið eftir strætó í Landeyjahöfn

5.Maí'19 | 12:59
IMG_2135

Hér bíður vagn frá Strætó í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Formaður stjórnar samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir til greina koma að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóferðir í tengslum við siglingar Herjólfs. Kostnaður hafi hækkað um sex milljónir króna á þessu ári vegna lokunar Landeyjahafnar.

Eftir opnun Landeyjahafnar á dögunum siglir Herjólfur sjö ferðir á dag milli lands og Eyja. Strætóferðir eru í tengslum við tvær ferðir ferjunnar en tímaáætlanir stangast á, segir í frétt á Vísi.is. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki afgreiðslu Herjólfs er mikil óánægja meðal farþega sem þurfa að bíða í tæpa tvo tíma eftir strætóferð frá höfninni.

Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að upplýsingar um nýja siglingaáætlun Herjólfs hafi borist seint frá nýju félagi Eyjamanna sem tók nýverið við rekstri ferjunnar. Lögð hafi verið fram tillaga að breytingu strætóferða fyrir samtök sunnlenskra sveitarfélaga sem sjá um aksturinn í Landeyjahöfn. Verði ákvörðun tekin á næstu dögum geti breytingin tekið gildi í fyrsta lagi í lok mánaðarins vegna breytinga á vaktakerfi bílstjóra.

Viðbótarkostnaður á þessu ári á bilinu 4-6 milljónir

Fram kemur í frétt Vísis að burtséð frá hugmyndum um nýja áætlun Strætó í Landeyjahöfn bíður stjórn samtaka sunnlenskra sveitarfélaga eftir svörum frá Vegagerðinni um aukinn kostnað vegna lokunar Landeyjahafnar í vetur. Eva Björk Harðardóttir, formaður stjórnar samtakanna, segir aukinn kostnað fylgja því að aka til Þorlákshafnar þegar Herjólfur siglir þangað, eins og hann gerði síðastliðna fimm mánuði.

„Vegagerðin hefur frá 2012 greitt 95% af viðbótarakstri Strætó sem kemur til vegna veðurs, þegar ferjan þarf að fara í Þorlákshöfn.“

Hún segir að viðbótarkostnaður á þessu ári sé á bilinu 4-6 milljónir króna vegna aukins aksturs vegna breytinga á áætlun Herjólfs þegar Landeyjahöfn hefur verið lokuð.

Eva Björk segir að beðið hafi verið svara frá Vegagerðinni frá því fyrir páska. Til skoðunar sé að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóakstur í Landeyjahöfn. Þá er haft eftir Evu Björk að ef þeir geti ekki staðið við þessa samninga frá 2012 vegna þessa viðbótaraksturs þá standi þau frammi fyrir því að þurfa að skila þessum hluta til Vegagerðarinnar.

 

Vísir.is

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).