Vorhátíð Landakirkju á sunnudag

4.Maí'19 | 06:43
IMG_2888

Vorhátíð Landakirkju er á morgun. Að vanda verða grillaðar pylsur á hátíðinni. Ljósmynd/TMS

Árleg uppskeruhátíð vetrarstarfsins í Landakirkju, Vorhátíðin verður haldin á morgun, sunnudag kl. 11:00. Eins og endranær verður mikið um að vera þegar safnaðarstarfið sameinast í eina Guðsþjónustu. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács, sunnudagaskólinn verður á sínum stað.

Kirkjustarf fatlaðra mætir á staðinn og syngur með messugestum og svo munu góðir gestir úr Kór Fella- og Hólakirkju flytja nokkur lög.

Að lokinni Guðsþjónustu mun sóknarnefnd kirkjunnar reiða fram dýrindis, grillaðar pulsur líkt og vanalega og leiðtogar í leiðtogastarfi Landakirkju munu sjá um leiki og fjör fyrir yngri kynslóðina.

Allir meira en velkomnir, segir í frétt á vef Landakirkju.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.