Lagfæra göngustíg og bílaplan á Stórhöfða

4.Maí'19 | 12:59
IMG_9971

Stígurinn liggur út í útsýnisskýlið. Ljósmyndir/TMS

Nú standa yfir framkvæmdir á vegum Vestmannaeyjabæjar á Stórhöfða. Verið er að lagfæra göngustíginn sem liggur frá veginum út í útsýnisskýlið sem reist var í höfðanum fyrir nokkrum árum.

Þá er verið að stækka bílaplanið þar sem stígurinn liggur að. Jóhann Jónsson, rekstrarstjóri Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar segir að styrkur hafi komið til verksins frá framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

„Við lögðum svona stíg norðan við Eldheima í fyrra og kom það vel út.” segir Jóhann. Hann segir að notuð sé svokölluð sandmold í stíginn, svo er sáð í.

„Þetta eru mottur sem eru lagðar yfir. Það má segja að stígurinn sé vel hjólastólafær.” Aðspurður um hvenær framkvæmdum ljúki segir Jóhann að stígurinn sé gott sem klár. „Það á bara eftir að leggja torfið meðfram honum. Svo á að malbika planið, næst þegar malbikað verður í Eyjum.”

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-